Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2000, Blaðsíða 8

Ægir - 01.12.2000, Blaðsíða 8
FRÉTTIR Forstöðumaður greiningar hjá Islandsbanka - FBA metur sjávarútvegsárið 2000: Hagræðingin gengur hægar í greininni en vænst var - segir Almar Guðmundsson „Segja má að síðari hluti þessa árs hafi reynst mörgum félögum í sjávarútvegi erfiður. Að mati undirritaðs stefnir þó í að árið 2000 verði betra en árið 1999 að því leyti að fjármunamyndun mun að lík- indum aukast hraðar milli ára en fjár- binding í eignum, sem er jákvætt. A hinn bóginn er rétt að hafa í huga að það er fyrirséð að t.d. arðsemi eigin fjár 11 stórra sjávarútvegsfélaga á markaðnum verður minni í ár en hún var árið 1999 og skýrist það einkum af því að gengistap vegna hækkunar á höfuðstól erlendra skulda sjávarútvegsfélaganna hefur nei- kvæð áhrif á hagnaðinn á þessu ári. Það dregur ágætlega fram mikla skuldabyrði félaganna, en nauðsynlegt er að hafa í huga að þessi þróun kemur alls ekki öll niður á fjármunamyndun félaganna," seg- ir Almar Guðmundsson, forstöðumaður greiningar hjá Islandsbanka-FBA í grein í Ægi að þessu sinni. I greininni fer Almar ítarlega í gegnum stöðu sjávarút- vegsgreinarinnar út frá sjónarhóli fjár- málamarkaðarins og skýrir hvaða ástæður liggja að baki lækkandi gengi margra félaga og þar með minnkandi mark- aðsvirði þeirra. „Verðmyndun á hlutabréfamarkaði mótast mjög af væntingum á hverjum Gríðarlegt eignatjón í bruna ísfélagsins i Vestmannaeyjum: Möguleikar til loðnufryst- ingar skýrast um jólin Bolfisklína ísfélagsins var aðeins tveggja ára gömul þegar vinnsluhúsin brunnu. Eitt mesta tjón í bruna í fiskvinnslufyrirtæki hér á Landi varð þann 9. des- ember þegar vinnsluhús ísfélags Vestmannaeyja stórskemmdust. Áfallið er mikið fyrir félagiö og mun hafa áhrif á rekstur þess en ekki síður er höggið þungt fyrir starfsfólk fyrir- tækisins og Vestmanna- eyjabæ í heild. Um hátiðarnar mun skýr- ast hvernig ástand tækja- búnaðar er gagnvart fryst- ingu á loðnu en vonast er til að hægt verói að gera fyrirtækið klárt til þeirrar vinnslu í tæka tíð. Að jafnaði er hægt að hefja frystingu þegar kemur fram í byrjun febrú- armánaðar en miklu getur skipt í þessu til- felli að hægt verði að frysta loðnu bæði á Rússlandsmarkað og Japansmarkað. Ljóst er að mun lengri timi mun líða áður en bolfiskvinnsta fyrirtækisins kemst i samt lag, enda eyðilögðust bolfisklínur í eldin- um. Sú aðstaða fyrirtækisins var með því besta sem þekkist á tandinu og til að mynda var ný fiæóiiina tekin þar í gagnið fyrir um tveimur árum. tíma. Segja má að verðþróun á sjávarútvegsfyr- irtækjum sýni að væntingar fjár- festa um aukna hagræðingu í sjávarútvegi hafa ekki gengið eftir og að þróunin hefur verið mun hægari en vænst var,“ segir Al- mar. Að hans mati er vafamál að nokkur atvinnugrein á Is- landi búi við jafn mikið óöryggi og sjáv- arútvegurinn. „Þess vegna er brýnt að stjórnkerfi fiskveiða verði komið í þá stöðu að friður geti ríkt um það. Afnema þarf þak á hámarkskvótaeign hverrar út- gerðar, þótt þessar skorður takmarki kannski ekki hagræðingu nema að litlu leyti ennþá. Engu að síður er mikilvægt að greininni sé gert kleyft að þróast án slíkra takmarkana. Þá verður að teljast eðlilegt að sjávarútvegur búi við sömu skilyrði og flestar aðrar greinar hvað varð- ar leyfi erlendra aðila tii að fjárfesta í greininni. Að lokum skal hér nefnt að óvissa á vinnumarkaði hefur ekki jákvæð áhrif á virði sjávarútvegsfyrirtækja, tíð verkföll eru slæm og nauðsynlegt að launakerfm nái betur fram sameiginleg- um hagsmunum hluthafa og starfs- manna," segir Almar. Almar telur ennþá til staðar tækifæri til hagræðingar í íslenskum sjávarútvegi. „Síðustu ár einkenndust af mikilli upp- byggingu og fjárfestingu, ásamt stækk- andi fyrirtækjaeiningum. Á næstunni munu fjárfestingar ekki skipa jafn stóran sess og síðustu ár, heldur verður mikil- vægara að ná fram aukinni hagræðingu með því að minnka fjárbindingu í rekstri." Sjá grein Almars „Arðsemi í sjávarút- vegi ekki nægileg" á bls. 40.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.