Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2000, Blaðsíða 32

Ægir - 01.12.2000, Blaðsíða 32
■ HVERNIG VAR SJÁVARÚTVEGSÁRIÐ 2000? Rekstrarskilyrði versnuðu í flestu tilliti - segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins „Ég hygg að þeir sem starfa í sjávarútveginum muni einkum minnast ■Íg ársins 2000 fyrir þeirra hluta sakir að rekstrarskilyrði greinarinnar ■f versnuðu í flestu tilliti, til dæmis vegna hækkandi olíverðs og skertra Kjfl aflaheimilda," segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins. „Þá var afurðaverð ekki sérlega hagstætt. Gengislækkun á síðari ■ hluta ársins hefur jákvæð áhrif á samkeppnisstöðu rekstrarins en á móti A M keinur að hækkun skulda vegur þungt vegna mikilla erlendra lána ^ | greinarinnar." Ari Edwald. Ari segist telja að núverandi þróun í sjávarútveginum haldi áfram með tækninýjungum og sameiningu fyr- irtækja. „Markverð tíðindi af þessum toga eru t.d. sameining Snæfells og Samherja á haustmánuðum og sameining þriggja fyrirtækja á Suðurnesjum snemma á árinu undir merkjum Þorbjarnarins. Hins vegar er margt í rekstrarumhverfinu sem hindrar frekari fram- þróun og þar nefni ég til dæmis kvótaþak og veiði- skyldu. Af öðrum markverðum tíðindum fyrir grein- ina má nefna skýrslu Auðlindanefndar sem kynnt var í haust. Eg vænti þess að álit nefndarinnar geti lagt grunn að því að meiri sátt skapist um starfsskilyrði greinarinnar og þar með verði meiri stöðugleiki í rekstrarumhverfinu." Um íslenskan sjávarútveg á komandi ári segir Ari að horfurnar séu ekki bjartar því blikur séu á lofti um vinnufrið í upphafi ársins. „Verkfall væri slæm byrj- un á árinu,“ segir Ari, sem telur vinnufrið vera grundvöll áframhaldandi framþróunar. „I umræðum um hve seint og illa hefúr gengið að semja er látið að því liggja að það stafi helst af persónulegum stirð- leika manna í milli. Þetta er í mínum huga alrangt. Menn mega ekki gleyma því að ekki eru mörg ár lið- in síðan fulltrúar sjómanna og útvegsmanna voru sessunautar við borð Verðlagsráðs sjávarútvegsins og hagsmunir sjómanna og útgerðar fóru saman við mið- stýrða opinbera verðákvörðun, sem tekjur útgerðar og laun sjómanna byggðust á,“ segir Ari og hann heldur áfram: „Þetta breyttist í grundvallaratriðum þegar fisk- verð var gefið frjálst og f raun er fiskverðið ónothæft sem grundvöllur launasamninga með þeim hætti sem áður var, enda hljóta það að vera stjórnendur fyrir- tækjanna sem taka ákvörðun um ráðstöfun aflans í frjálsum viðskiptum. Menn hafa stundum nefnt þann möguleika að semja um fiskverð til skipta óháð raun- verulegu söluverði, en þá eru menn í raun að semja um launin. Mér finnst liggja beinna við að semja beint um laun með einhverju ábatakerfi. I öllu falli er nauðsynlegt að fara í einhverjar aðgerðir af þessum toga til þess að tryggja vinnufrið í greinni, ef það á að vera spennandi að starfa í íslenskum sjávarútvegi á næstu árurn."

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.