Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2000, Blaðsíða 23

Ægir - 01.12.2000, Blaðsíða 23
HJÁTRÚ „...sumir hjátrúar- fulLir telja það boða gott að mæta vændiskonu á götu, sérstaklega snemma á morgnana..." „Norólenskur sjómaður á sextugsaldri sagðist í samtali hafa átt sama sjóteppió frá því hann hóf sjómennsku sextán ára gamall. Ekki hefur þaó ver- ið þvegið i fjörutiu ár..." Undir sama teppinu í 40 ár! Föt koma einnig við sögu í hjá- trúnni hjá sjómönnum, ekkert síður en hjá t.d. íþróttamönnum sem sumir hverjir klæðast alltaf sömu nærfötum og sokkum á kappleikjum. „Margir hafa trú á því að ákveð- in föt, s.s. sokkar, húfur, vettling- ar, hálsklútar o.s.frv., færi þeim fiskisæld og séu til heilla. Sumir teija ólán að þvo þessar flíkur, að minnsta kosti áður en vertíðinni lýkur. Norðlenskur sjómaður á sex- tugsaldri sagðist í samtali hafa átt sama sjóteppið frá því hann hóf sjómennsku sextán ára gamall. Ekki hefur það verið þvegið í fjörutxu ár og alltaf sefur hann undir því þegar hann er til sjós. Teppið var orðið hálfgerður ræfill svo hann tók sig til fyrir nokkrum árum og saumaði utan um það sem eftir var af því. An teppisins fer hann ekki á sjó og sagðist hætta sjómennsku ef teppið glat- aðist. En það er fleira en hegðun og fatnaður sem er einkennandi fyrir sjómenn í þessu samhengi. Um langan aldur hafa eyrnar- lokkar verið notaðir til verndar m.a. gegn illum augum og öðrum óhreinum öflum. Meðal sjómanna fyrr á öldum var sú trú að bæru þeir eyrnalokk til sjós drukknuð þeir ekki og héldu góðri sjón. Það er reyndar gömul trú að eyrna- snepplarnir geti haft áhrif á sjón- ina og þess vegna sé gott að bera eyrnalokka, sé mönnum farin að daprast sýn. Húðflúr er ævagömul list og til eru mjög gamlar heimildir um slíkar húðmyndir. Þegar Evrópu- menn fóru að leggja leið sína til Kyrrahafseyjanna á 18. öld kynnt- ust þeir gamalgróinni húðflúrlist eyjaskeggja og þaðan barst hún til Evrópu. Þá varð húðflúrið ein- kennandi fyrir sjómenn og síðar einnig fyrir þá sem stóðu á ein- hvern hátt utan borgaralegs sam- félags, afbrotamenn, melludólga, vændiskonur og vélhjólavillinga. Sú trú var til meðal margra sjó- manna að húðflúr verndaði þá á hafinu og kæmi í veg fyrir að þeir drukknuðu." Berar konur eru alverstar! Draumar eru alltaf nátengdir hjá- trúnni og margar sögur eru til um berdreymna fiskimenn. Sxmon Jón segir sjómenn dreyma fyrir öllu mögulegu: „Sjómenn taka mikið mark á draumum. Þá dreymir fyrir afla, veðri, láni og óláni. Afladraumar eru margir og margbreytilegir. Það veit á góðan afla að dreyma ónýt veiðarfæri, götótt sjóklæði, að fá feitt kjöt gefins, mikla lús á sér og láta hana óáreitta, skít, heiðbjartan himin, að ösla mikinn fjörugróður, for- mann kyssa háseta, sökkvandi bát, fagra öngla, grjót, mjólk, kaffi með brauði, svo fátt eitt sé nefnt. Aftur á móti er afleitt að dreyma kvenfólk, bæði fyrir sjó- ferðir og á sjó. Það veit á storma og vitlaus veður. Berar konur eða konur sem daðra við dreymand- ann eru alverstar, jafnvel feigðar- boðar. Þær hafa verið taldar tákn Ægisdætra en fæstir vilja lenda í faðmi þeirra. Séu draumkonurnar löngu látnar eða sitji þær við stýri skipsins er von á áföllum, jafnvel andláti úr röðum áhafnar. Kven- mannsnafnið Margrét í draumi er talinn mjög slæmur fyrirboði fýr- ir sjómenn.“ Ólukka að veiða lúðu- móðurina Og þá er það að lokum lúðan sem er umfjöllunarefni. Ekki er hreint sama hún kemur við sögu í lífi sjómanna: „Það hefur verið talinn mikill happafengur að veiða lúðu, sér- staklega sé hún stór og talsverð hjátrú er til um hana hér á landi. Sjómenn verða þó að gæta þess að veiða ekki lúðumóðurina sjálfa og veiðist risastór lúða er ráðlegra að sleppa henni. Lúðumæður hafa forystu fyrir minni lúðum og sé lúðu- móðirin veidd villast minni lúðurnar á önnur mið. Sé dregin lúða skal ausa skipið á sama borð og hún kom inn, þá fæst annar stórdráttur. Komi dökka hliðin á lúðunni upp á undan þegar hún er dregin úr sjó, fæst önnur. Gamall sjómaður sagði í sam- tali að þeir sem drægju lúðu væru kvenhollir í meira lagi og gæfu þeir konu lúðuna þegar þeir kæmu í land ættu þær að þakka fyrir sig með annars konar drætti! Enn er ótalin ýmis konar önnur hjátrú um veður og sjósókn sem ekki gefst tóm til að rekja hér nánar og væri reyndar efni í sér- stakt erindi svo margvíslega og yfirgripsmikila hjátrú sem finna má um veðurfar hér á landi. Svo væri ýmislegt hægt að segja um aðra þjóðtrú sem tengist sjófar- endum s.s. sögur af hafmeyjum, marbendlum og öðrum sjávar- kvikindum sem einnig hefur ver- ið látið kyrrt liggja hér. En eins og ég impraði á í upphafi væri þarft verk að rannsaka með ski- plögðum hætti hversu mikið af sjómannahjátrú þekkist enn þann dag í dag og grunar mig að þar sé meira að finna enn margir álíta við fyrstu sýn,“ segir Símon Jón Jóhannsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.