Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2000, Blaðsíða 33

Ægir - 01.12.2000, Blaðsíða 33
HVERNIG VAR Hafrannsóknir f nýrri vídd í júm'mánuði var fagnaó nýju skipí Hafrannsókna- stofnunar. Ekki er ofsögum sagt að skipið opni nýja vidd í hafrannsóknir hér við land, enda mikil og góð aðstaða um borð til hvers konar rannsókna. Meðal annars er skipið búió fellikili, sem gerir áreiðanleika mælinga við erfið skilyrði alLt annan og stærðar sinnar vegna er unnt að stunda rannsóknir fjær landi en áður. Þorskurinn er í uppsveiflu - segir Grétar Mar Jónsson, formaður FFSI „Vatneyrarmálið var efst á baugi í umræðum um íslenskan sjávarútveg í upphafi þessa árs," segir Grétar Mar Jónsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambands íslands. „Eftir Valdimarsdóminn trúðu menn því að vatnaskil væru að verða og við blasti annar veruleiki en sá að lífs- björgin í hafinu, sameign þjóðarinnar, væri ekki í höndum örfárra ein- staklinga. Vatneyrarmálið tók svo algjöra U-beygju með dómi Hæstaréttar á vormánuðum, þegar dómsniðurstöðu úr héraði var snúið, enda höfðu stjórnmálamenn þá rekið mikinn hræðsluáróður íyrir því hverjar afleið- ingarnar yrðu dæmdi æðsti dómstóll þjóðarinnar ekki á annan veg. Hausinn var svo bitinn af skömminni með því að skipa undir lok ársins Arna Kolbeinsson dómara í Hæstarétti, manninn sem samið hefur flest þeirra laga sem okkar fiskveiði- stjórnun byggir á. Með þessu öllu tel ég að álit þjóð- arinnar á dómstólunum hafi beðið mikinn hnekki." Um helstu nýjungar og viðburði í xslenskum sjáv- arútvegi á árinu nefnir Grétar fjölveiðiskip sem hafa komið x íslenska flotann til dæmis Vilhelm Þor- steinsson EA-11, þar sem um borð á að vinna til manneldis uppsjávarfisk, sem ella færi í bræðslu. „En um leið og menn eru að kaupa þessi skip segja ein- staka útgerðarmenn að útgerð þeirra verði erfið vegna mikils launakostnaðar og að ásættanlegir kjarasamn- ingar við sjómenn á þeim hafi ekki náðst. En á sama tíma og þessi sjónarmið eru sett fram eru einstaka menn að fara út úr sjávarútveginum með milljarða; jafnvel úr landi með alla summuna," segir Grétar. - Hann nefnir einnig aukna þátttöku sjávarút- vegsfyrirtækja í fiskeldi, svo sem Samherja og Síldarvinnslunnar sem verða þátttakendur í uppbyggingu laxeldis á Austfjörðum. „Hinn hefð- Grétar Mar jónsson. bundni rekstur sjávarútvegsfyrirtækja, eins og við þekkjum hann í dag, á að geta harmónerað vel saman við fiskeldið, fyrirtækin ættu að geta nýtt sölukerfi sín jafnt við að selja þorsk sem lax.“ Um versnandi rekstarskilyrði íslensks sjávarút- vegs á árinu segir Grétar Mar að þau stafi meðal annars af minni fiskigengd við landið. „Eg trúi því hinsvegar að þorskstofninn sé aftur í upp- sveiflu og að eftir árið 2001 verðum við komin úr þeirri niðursveiflu

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.