Ægir - 01.12.2000, Blaðsíða 36
íSiÉsfi£j HVERNIG VAR...
Skip frá Klna og Chile
Ef hægt er aó tala unn útrás í skipasmíðaiðnaði
þá varð hún sannarlega á árinu 2000 og áhugi
íslenskra kaupenda beindist fyrst og fremst að
Kina og Chile. Bæði var um aó ræða nýsmíðar
skipa og einnig breytingar en nokkuð hefur bor-
ið á þvi aó verkum hafi seinkað verulega. Llnd-
ir árslok heyrðust raddir frá útgerðarmönnum
sem hyggjast smiða hér heima, þrátt fyrir lægri
tilboð erLendis frá.
hyglina að að þeim gífurlegu
peningum sem liggja í kvóta
miðað við núverandi aðstæður og
eignasöfnun fárra. Þetta auðveld-
ar ekki að finna lausn í fiskveiði-
stjórnun sem sæmileg sátt getur
orðið um. Málið dró einnig at-
hyglina að því að fólk í sjávar-
plássunum er algerlega háð
ákvörðunum handhafa kvótans
og óöryggið því mikið.“
„Þróunin á næsta ári verður í megindráttum sú
sama og á þessu ári að óbreyttum lögum," segir
Kristinn H. Gunnarsson að sfðustu. „Fyrirtækjum
fækkar og þau stækka, kvótinn færist áfram á stærri
staðina og sem fyrr til Faxaflóa og Eyjafjarðar. Meðan
ástand fiskistofnanna er ekki betra en það er mun
verða áfram búseturöskun. Líklegt er að áfram safni
greinin skuldum og minn grunur er sá að æ fleiri
kvótahafar freistist til þess að breyta kvótanum í pen-
inga."
Skýjaborgirnar hrundu
- segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík
„Þessa árs verður minnst fyrir það að vera árið þegar skýjaborgirnar
hrundu og útvegurinn komst á jörðina aftur. Á árinu 2000 endurupp-
lifðu menn þær sveiflur, og nú niðursveiflu, sem flestir voru búnir að
gleyma, þó sögubækurnar séu fullar af þessum dæmum," segir Pétur
Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík.
leika og ósanngjarnrar umræði muni enn fleiri taka
þá ákvörðun að hætta starfsemi í sjávarútvegi á næsta
ári og eigi þetta einkum við um smærri aðila í grein-
inni. Þetta geti þýtt fleiri sameiningar og sölur, en
ákveðinn annmarki sé þó á því. Bankarnir hafi nú
þegar gleymt góðærisloforðinu um að standa eigi
með fyrirtækjum í blíðu og stríðu - og fjárfestar og
almenningur hafi misst trú á að fjárfesta í undirstöðu-
atvinnugreininni.
„Þetta þýðir að peningar eru ekki til fyrir þá sem
vilja kaupa og sameining fyrirtækja færir eigendum
aðeins illseljanleg hlutabréf og telst ekki fýsilegur
kostur. Sú staðreynd að umræðan um að leyfa erlend-
ar fjárfestingar x útgerðinni er komin upp á borðið
mun leiða af sér stóraukna ásókn stórra erlendra
vinnslu- og markaðsfyrirtækja í íslenskan sjávarút-
veg. Þau munu, vegna umræðunnar og erfiðleikanna,
hvort sem fjárfestingin verði leyfð eða ekki á árinu,
fara af stað af fullum þunga og finna leppa til að
tryggja sér fisk til vinnslu í stóru fullvinnslufyrir-
tækjunum í Evrópu sem nú standa tóm vegna
minnkandi framboðs á fiski. Nái greinin ekki að verj-
ast þessu og keppa við þessa risa mun okkar helsta
von í framtíðinni - sem er fullvinnsla afurða, sem er
þó teyjanlegt hugtak, og dreifing frá Islandi - hverfa
eins og dögg fyrir sólu og við festast endanlega í því
hlutverki að útvega öðrum aðgang að besta hráefni
sem völ er á í heiminum," segir Pétur.
Hann bætir við að árið 2001 muni í íslenskur sjáv-
arútvegur einkennast af varnarbaráttu gagnvart
auknum gjaldtökum af hinu opinbera og vörn
gangvart fjársterkum ríkisstyrktum keppinautum Is-
lendinga á markaðsvæðunum, sem þýði að víglínan
færist frá hreppapólitík í alvöru tilverustríð við út-
lönd, bið eftir auknum veiðiheimildum og bið eftir
að trú banka, almennings og fjárfesta vaxi á ný á sjáv-
arútvegi á Islandi.
Pétur Hafsteinn
Pálsson.
„Enn minnistæðara verður þetta ár af þeim sökum að
á sama ári urðu menn sammála um að best væri fyrir
alla að skattleggja greinina enn frekar í framtíðinni
svo ekki myndist óhóflegur gróði hjá fyrirtækjum og
eigendum þeirra. Að öðrum kosti stóð útvegurinn
frammi fyrir því að settar yrðu nýjar reglur sem gert
hefðu sjávarútveginn verðlausan á ný.“
Hvað varðar helstu nýmæli ársins í íslenskum sjáv-
arútvegi minnir Pétur Hafsteinn á að sjávarútvegsfyr-
irtæki tóku þátt í fiskeldi fyrr á árum sem óvirkur
hluthafi að stærstum hluta. „Nú eru menn farnir að
líta á fiskeldi sem hluta af reksrarumhverfi fyrirtækja
og stoð undir markaðssókn og framleiðslu. Þetta
má greina í aðgerðum okkar stærstu fyrir-
tækja á árinu og tel ég það til nýmæla.
Fyrir utan að byggja ný skip, misjafn-
lega hagkvæm, hefúr greinin í
heild verið að koma sér úr
sókn og í vörn. Merkir við-
burðir voru því ekki
áberandi á árinu,"
segir Pétur Haf-
steinn.
Það er mat
Péturs Haf-
steins að í
kjölfar
erfið-