Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.2000, Side 34

Ægir - 01.12.2000, Side 34
HVERNIG VAR sem við erum í nú. Þess sér raunar strax stað. Þá er rækjustofninn farinn að styrkja sig og sama má segja um flökkufiskinn ufsann. Annars eru mörg sjónarmið í fiskifræðinni á lofti og er ánægjulegt að Árni M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra ætlar að beita sér fyrir því að auknum fjármun- um verði varið til hafrannsókna. Hið vísindalega starf verður að auka á breiðum vettvangi, því betur sjá augu en auga.“ Sem kunnugt er hafa sjómenn á fiski- skipaflotanum boð- að verkfall þann 15. Ráðgjöfin olli vonbrigðum Undir mitt ár kom fram fiskveiðiráðgjöf Hafró þar sem lagður var til nióurskurður þorskveióiheimilda, þvert ofan í þaó sem margir höfðu vænst. Stofnun- in sat í kjölfarió undir umtalsveróri gagnrýni og svo fór að sjávarútvegsráðherra ákvað að víkja frá ráð- gjöfinni og leggja til meiri hámarksafla þorsks en stofnunin gerói tiLLögu um. Sagði ráðherrann að nauðsynlegt væri að taka fleiri þætti inn í aflaráð- gjöfina, s.s. fiskifræði sjómanna. mars næstkomandi, en nánast allt þetta ár hafa staðið yfir viðræður við útvegsmenn um kjarasamninga sem ekki hafa neinu skilað. „Eg á ekki von á því að samn- ingar takist fyrir þennan tíma og raunar hafa málin gengið svo fyrir sig í langan tíma að útvegsmenn ná því alltaf í gegn að sett séu lög á verkföll okkar. Það er óþolandi, en svo er bara að sjá hvaða bragð við sjó- menn höfum á viðsemjendur okkar þegar farið verð- ur að reyna til þrautar að ná samningum eftir áramót- in,“ segir Grétar. Hann telur að á komandi ári verði kvótaþakið svonefnda afnumið og Kvótaþing aflagt. Einnig telur hann líklegt að í náinni framtíð verði út- lendingum heimiluð eignaraðild að íslenskum sjávar- útvegsfyrirtækjum ....og sjálfur hefði ég, persónu- lega, síðan talið æskilegt að menn athuguðu hvaða kostir okkur Islendingum biðust með því að sækja um inngöngu í ESB. Sjálfur tel ég að aðild að sam- bandinu gæti skilað okkur miklum ábata, til dæmis orðið til að lækka tolla á því sjávarfangi sem við flytj- um úr landi og er ekki tollfrjálst." Jóhann Sigurjónsson. Horfur vel viðunandi - segir Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafró „Ársins 2000 verður eflaust minnst vegna útkomu skýrslu Auðlinda- nefndar þar sem svo virðist sem grundvöllur hafi skapast fyrir skipan sjávarútvegsmála sem sátt ætti að nást um á næstu misserum/' segir Jó- hann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar. Umræðan um tillögur Hafrannsóknastofnunarinn- ar í sumarbyrjun þar sem mat á stofnstærð reyndist nokkru lægra en álitið var árið áður, sýndi hve vænt- ingar eru mikilar varðandi uppbyggingu þorskstofns- ins, segir Jóhann Sigurjónsson. Og hann segir að oft geti verið erfitt fyrir menn að sætta sig við að þróun verði á annan veg en spáð hafi verið. „Þetta minnti okkur á að ráðgjöfin byggir á rannsóknum sem ávallt eru margskonar óvissu háðar og að miklu þarf að kosta til svo aukin nákvæmni fáist í niðurstöðu rann- sóknanna og ráðgjöfina," segir Jóhann - sem segir umræðuna í sumar hafa gefið Hafró ágætt tilefni til að fara yfir sínar starfsaðferðir og niðurstöðu. Til þess starfs hafi verið fengnir óháðir erlendir aðilar sem án efa muni bæta starfsemi stofnunarinnar til langs tíma litið. Einnig minnist Jóhann Sigurjónsson heimkomu hins nýja og glæsilega Hafrannsóknarskips, Arna Friðrikssonar RE-200, sem hann segir að efalaust eigi eftir að verða minnst sem tímamóta í haf- og fiski- rannsóknum. „I framhaldinu kynnti Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra mikilvægt plagg í ríkisstjórninni nú í haust sem boðar nauðsyn þess að fylgja eftir skipskomunni með alhliða eflingu haf- og Jiskirannsóknar og það er fagnaðarefni. - Þá var um- ræðan um brottkast afla háværari á þessu ári en oft muni verða að staðfesta umfang brott- „Það er mikilvægt því átökin um fiskveiðistefnuna og neikvæð umræða um sjávarútveginn undanfarin ár eru eingöngu til að draga úr tiltrú og skilningi al- mennings á mikilvægi þessa undirstöðu atvinnuvegs þjóðarinnar. Sennilega verður ársins ekki minnst vegna ástands fiskistofnanna, þó vonandi verði svo að árið marki tímamót varðandi undan- hald úthafsrækjuveiðanna og að smávægi- legt bakslag í þorskveiðunum sé aðeins hlykkur á leiðinni upp á við. Mikil og tímabær aukning kolmunna- veiða eru mikilsverð tíðindi í uppsjávarveiðum."

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.