Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.12.2000, Qupperneq 18

Ægir - 01.12.2000, Qupperneq 18
FISKNEYSLA Er feitur fiskur hollur fyrir hjartað? Hjartasérfræðingar hafa lengi vitað að fiskneysla verndar gegn hjartasjúkdómum en ekki nákvæmlega hvernig. Árum saman var álitið að málið væri svo einfalt að með því að fara að borða fisk í staðinn fyrir rautt kjöt minnki sjálfkrafa neysla mettaðrar fitu, sem hætt er við að myndi útfellingu í slagæðum og stífli þær. Staðreyndir sem komið hafa í ljós undanfar- in 30 ár benda til þess að eitthvað alveg sér- stakt sé við fiskinn, sérstaklega feitan fisk, svo sem sardínur, lax, síld, lúðu og makríl. I holdi þessara fiska er mikið af omega-3 fitusýrum, sem virðast stuðla að heilbrigði æðakerfisins. Amerísku hjarta- verndarsamtökin sendu nýlega frá sér leiðbeiningar um mataræði þar sem mælt er með því að borða tvisvar í viku um 85 g af feitum fiski. Sérfræðingarnir vildu þó ekki fullyrða að hægt væri að minnka líkurnar á hjartasjúkdómum með því einu að gleypa omega-3 fitusýrutöflur vegna þess að of stór skammtur gæti valdið hættulegum aukaverkunum, svo sem innvortis blæðing- um. Ameríska fæðu- og lyfjanefndin íhugar nú málið. Vegna úrskurðar í dómsmáli er þess vænst að hjartaverndarsamtökin skeri úr um það hvort framleiðendur omega-3 fitusýrutaflnanna og lýsis megi auglýsa vöru sína sem holla fyrir hjartað. Ef samtök- in taka þá afstöðu bætast ofangreind fæðu- efni í hóp valinna efna sem nú eru talin holl fyrir hjartað og eru til dæmis í sojabaunum og heilhaframjöli. Omega-3 fitusýrurnar eru efnaflokkur sem nefndur er fjölómettuð fita og eru hrá- efni í fjölmörg efnasambönd líkamans, svo sem heilafrumur og sameindir sem stýra bólgumyndun, blóðþrýstingi og blóð- storknun. Þar eð líkaminn getur ekki sjálf- ur framleitt þær omega-3 fitusýrur sem hann þarfnast verða þær að koma úr fæð- unni, aðallega fiski en líka úr jurtafæðu, svo sem hörfræi, soja- baunum og valhnet- um. Mörg Evrópuríki bæta omega-3 fitu- sýrum í barnamat. Rannsóknir benda til þess að meðal þjóða sem borða mik- inn fisk, til dæmis Grænlendinga, inn- fæddra í Norðvestur- ríkjum Ameríku og Japana, séu hjarta- sjúkdómar tiltölu- lega sjaldgæfir. Sömuleiðis varð niðurstaða rannsókna á rannsóknastofum sú að omega- 3 fitusýrur minnka líkurnar á blóðtappa- myndun, sem algengt er að valdi hjartabil- un, þar eð þær minnka þéttni þríglýseríða í blóðinu, fituefna sem tengd hafa verið hjartabilun og óreglulegum hjartslætti. Allt er þetta nú gott og blessað en þó ekki nóg til að teljast vísindalega sannað. Mikla athygli vöktu rannsóknir ítalskra lækna sem breska læknablaðið Lancet greindi frá í fyrra sem víðtækustu og ná- kvæmustu rannsóknum á hjartasjúkdómum fram til þessa. Læknarnir skiptu 11 þúsund hjartasjúklingum í fjóra hópa. Allir fengu þeir venjulega læknismeðferð en einn hóp-

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.