Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1912, Blaðsíða 12
12
og styrjaldir liverfi úr söguiini. Enn hvernig sein það nú fer,
þá er það víst, að háskólarnir eru einn hinn lielsti frömuður
alheimsmen ningarinnar.
Eftir þessar almennu athugasemdir hverf jeg nú að Há-
skóla íslands.
Hann er eigi að eins liinn yngsti liáskóli heimsins, heldur
einnig hinn minsli og einliver hinn ófullkomnasti. f’etta er
eðlilegt, þvi að efni vor eru smá, og vjer verðum að sníða oss
slakk eftir vexti. Enn það verður að segja það, eins og það
er. Vjer megum ekki gera oss neinar gyllingar eða þykjast
hafa hiinin höndum tekið, þó að vjer höfum fengið mentastofn-
un með háskólanafni. Pvi að eins getum vjer gert oss vonir
um að laga smátt og smátt það, sem áfátt er, ef vjer sjálfir
lokum elcki augunum fyrir því, sem á hrestur. Og oss hrest-
ur bæði mikið og mart. Ihjár af deildum háskólans standa
að visu á gömlum merg, þær sem lil eru orðnar upp úr eldri
skólum: guðfræðisdeildin, lagadeildin og læknadeildin, og þær
eru hest úr garði gerðar, að því er snertir kenslukrafta. Enn
þó er varla við því að húast fyrst í slað, að þær geti sell
markið mikið hærra enn það, að vera góðar undirbúnings-
stofnanir fyrir embættismenn, eins og gömlu skólarnir vóru
áður. Þetta er ekki talað af neinu vatitrausli til embættis-
bræðra minna við þessar deildir. Þvert á móti ber jeg hið
hesta traust til þeirra allra. Heimspekisdeildin stendur þó enn
ver að vígi. Þar er einn kenslustóll í heimspeki, einn i is-
lenskri tungu og íslenskri menningarsögu og einn i sögu ís-
lands. Þeir sem vita, hve nauðsynlegt það er fyrir livern mann,
sem vill læra íslensku til nokkurrar hlítar, að kunna önnur
germönsk mál, t. d. sjer í lagi gotnesku, og jafnvel hin fjar-
skildari indoeuropeisku mál, svo sem fornindversku, og að
bera nokkurt skyn á samanhurðarmálfræði, þeir geta farið
nærri um, hve mikil vöntun það er, að ekki er neinn kenslu-
stóll í öðrum málum enn íslensku og enginn í samanhurðar-
málfræði. Líka er hætt við, að kenslan í íslandssögu komi
ekki að fullum nolum, þar sem enginn kenslustóll er í al-
mennri sagnfræði og enginn í sögu annara Norðurlandaþjóða.
Jeg tek þelta að eins fram sem dæmi þess, live mikið vantar
við lieimspekisdeildina, af því að það er svo bagalegt fyrir
kensluna í íslenskum fræðum. Slærðfræðisdeild og náttúruvís-
inda vantar alveg.
Það vantar því mikið á, að Háskóli íslands fullnægi þeim
kröfum, sem menn eru vanir að gera til háskóla nú á dögum,