Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1912, Blaðsíða 27
27
misserin, yfir heilbrigðisfrœði. Gártners Leitfáden der Hy-
giene var notaður við kensluna.
3. Fór með viðtali og yfirheyrslu í 2 sfundum á viku, bæði
misserin, yíir yfirsetufrœði. Brandt: Lærebok i Födsels-
bjælp var notuð við kensluna. Síðari hluta síðara miss-
eris bafði bann verklegar œfuigar í fœðingarhjálp á
konulíkani, 2 stundir á viku.
Aukakennari Jón Hj. Sigurðsson, bjeraðslæknir:
Lyflœknisfrœði:
a) Fór með eldri nemendum með yfirheyrslu og við-
tali i 4 stundum á viku, bæði misserin, yfir sótlnæma
sjúkdóma, sjúkdóma í öndunarfærunum, í bjarta og æð-
um, i munni, koki og vælinda, og magasjúkdóma, ennfremur
heilasjúkdóma og taugaveiklanir. J. Frbr. v. Mering: Lehr-
buch der inneren Medizin var notuð við kensluna.
b) Veitti tilsögn í aðgreiningu og meðferð sjúkdóma við
ókeypis lækningu háskólans 2 stundir á viku, bæði misserin.
c) Hafði æfingar i sjúkravitjun og i að skrifa sjúk-
dómslýsingar yíir sjúklinga i St. Josepbs spítala, eftir því
sem verkefni fjekst, bæði misserin.
d) Ljet elstu nemendur skrifa ritgerðir úr lyftœknis-
frœði við og við, bæði misserin.
e) Fór með yfirheyrslu og viðtali með yngri nemend-
um yfir rannsóknaraðferðir á sjúklingum með lyflœknissjúk-
dóma 1 stund á viku, bæði misserin. Til hliðsjónar notuð
Lebrbucb der kliniscben Diagnostik eftir Seifert & Múller.
Aðferðirnar sýndar verklega, þegar auðið var.
Aukakennari Sœmundur Bjarnhjeðinsson, spítalalæknir:
1. Fór í fyrra misserinu með yfirheyrslum og viðtali yfir
fyrri helming lyfjafrœðinnar með eldri nemendum í 5
stundum á viku, og í siðara misserinu yfir síðari belm-
inginn. Við kensluna var notuð Poulsson: Farmakologi.
2. Hafði æfmgar með elstu nemendum í að þekkja holds-
veiki 1 stund á viku, bæði misserin.