Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1922, Side 7

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1922, Side 7
5 Pcgar háskóli vor var stofnaður var honum ætlað að vera niiðstöð visindalii's hjer á landi og að veita embættismanna- efnum þjóðarinnar vísindalega mentun í fræðigreinum sín- um, svo að þeir að loknu námi væru færir um að gegna þeim störfum er þeim yrðu falin. Að því undanteknu, að gert er ráð fyrir kenslu í færri fræðigreinum hjer en við aðra háskóla, eru sömu kröfur gerðar til háskóla vors og annara háskóla. En þó svo sje, vantar mikið á, að háskóli vor sje svo úr garði gerður, að hann geti jafnast á við erlenda há- skóla. Hvort sem litið er á kjör kennara háskólans, tölu þeirra, kjör stúdenta við háskólann, söfn hans og önnur slik hjálparmeðul, er honum eru nauðsynleg, eða aðrar ytri að- slæður hans, þá er í þeim efnum alt svo fátæklegt hjer, að það verður eigi borið saman við aðra háskóla. Enn er há- skóli vor að eins byrjun, að eins visir til háskóla. Og þelta er i raun og veru bæði skiljanlegt og afsakanlegt. Jafnfá- tæku og fámennu þjóðfjelagi, og vort er, er það um megn að veita menlastofnunum'sinum öll sömu kjör að þessu leyli og aðrar auðugri og stærri þjóðir megna að bjóða. t*að er ef til vill nokkuð efasamt, hvort rjett hafi verið að gefa þess- ari mentastofnun vorri háskólanafn. Sumir hafa óttast að hann mundi kafna undir því nafni. Þeir menn, er háskólann stofnuðu, voru samt svo bjartsýnir, að þeir óltuðust það eigi. Þeir gáfu honum háskólanafn, en með þvi bundu þeir bæði kennurum háskólans og þjóðinni skyldur á herðar. Kennur- um háskólans þá skyldu að leggja krafta sina svo vel fram í starfi þeirra hjer við háskólann, að hjer verði um vísinda- lif og visindalega starfsemi að ræða, og þjóðinni þá skyldu að efla háskólann svo og styrkja, að vísindalíf geti þróast innan vjebanda hans. Pegar dæma á um það, hvort háskóli vor beri nafn með rjettu, er að líta, ekki á quantitas starfs hans, hversu mikið er unnið, lieldur á hitt, qualitas starfs- ins, hversu vel er unnið. Hversu fjölbreytt eða umfangsmikið starf hans er, skiftir í sjálfu sjer ekki mestu máli. Hversu margir námsmenn leita hingað, skiftir heldur ekki máli. Há- skóli vor á ekki, fremur en aðrir háskólar, að vera að eins

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.