Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1922, Page 9

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1922, Page 9
7 um vjer búast við að verða fremur þiggjandi en veitandi og í sumum fræðigreinum mun svo verða lengstum. En þessi hluti starfs háskólans, að taka á móti áhrifum utan að í mentum og vísindum, er þó næsta þj'ðingarmikill. Menn hafa efast um, að það verk væri í góðum höndum hjá há- skóla vorum, meira að segja látið í ljós, að í þessu efni væri stofnun háskólans háskalegt afturfararspor, er horfði til frekari einangrunar þjóðar vorrar í andiegum efnum en áður hefði verið. Þá menn, er kveða vilja upp áfellisdóm yfir liáskóla vorum á þessum rökum, vil jeg biðja þess, að athuga fyrst vandlega hvernig menningarsambandi voru við umheiminn hefir verið hagað hingað til. íslenskir námsmenn, er utan hafa farið til þess að afla sjer menta, hafa um nokk- urra alda skeið því nær undantekningarlaust Ieitað til eins einasta háskóla. Sá háskóli er að vísu og hefir lengi verið mjög merkur, en jeg vil fullyrða, að hverri þjóð sje það skað- legt að sækja öll erlend menningaráhrif til einnar þjóðar. Og jeg vil fullyrða, að oss íslendingum hafi verið su ein- angrun til tjóns, að menning vor fyrir þá sök hafi orðið hæði fáskrúðugri og ósjálfstæðari en ella mundi verið hafa. Þeim, sem óttast það, að einangrun stafi af háskóla vorum, vil jeg svara þessu: Háskólanum er það fullljóst að eitt af aðalverkefnum hans er að halda uppi menningarsambönd- um við önnur lönd, og hann hefir fullan vilja á að rækja þá skyldu. Kennarar hans hafa fullan vilja á að fylgjast með því, er gerist í fræoigreinum þeirra með menningarþjóðun- um, og veita hingað öllum nýjum straumum í vísindum og menlum, er þeir telja þjóðlífi voru og menningu til heilla. Og háskólinn vonast til þess að geta sent árlega út í heim- inn dálítinn hóp af efnilegustu námsmönnum sínum, að Ioknu námi þeirra hjer, til þess að afla sjer frekari þekkingar og hann vonar, að þeir menn fari víða, kynnist mörgu og flytji heim með sjer úr þeim förum margar góðar og heillavæn- legar nýjungar. Jeg hygg þvi, að óttinn við það, að andleg einangrun hljót- ist af háskóla vorum, sje ekki á rökum hygður. Jeg hygg, að

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.