Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1922, Page 13

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1922, Page 13
11 Mefistofeles skrifar þá á bók stúdentsins þessi orð: Eritis sicut deus scientes bonum et malum. Þetta fyrirheit get jeg ekki í nafni háskóla vors gefið yður. Og það getur enginn háskóli um víða veröld gefið. Hvað langt sem þjer komist á mentabrautinni, verða jafnan eftir óendanleg og ómælan- leg þekkingarsvið, er lokuð verða yður. En jeg get geflð yður annað fyrirheit, úr sömu helgisögn ritningarinnar og hið fyrra. Það er þetta: In sudore vultus tui vesceris pane. Yður finst það ef til vill fremur vera ill álög en fyrirheit, en svo er ekki. Það er í raun rjettri dýrlegasta fyrirheitið sem mannkyninu hefir verið gefið. Torfærurnar og erfiðleikarnir hafa verið besti skóli mannkynsins. Þær hafa gert mennina að mönnum. Það hefir jafnan verið svo, að mestur fengur væri í þvi, er mest var fyrir haft, og á það ekki síst við um andleg gæði. Þar er það dýrmætast, sem dýrkeyptast varð. Andlegt afl mannsins þarf stælingar við. Við erfiðleikana vex það og styrkist. Jeg get ekki óskað yður annars betra, en að yður mæti á námsárum yðar margar andlegar torfærur, margar andlegar aflraunir. Ef þjer gangið ótrauðir gegn þeim og beitið við þær til hins ítrasta viljaþreki yðar og skilnings- afli, þá fer eigi hjá þvi, að þjer vaxið að öllu sönnu manngildi. Með þeirri ósk býð jeg yður velkomna að háskóla vorum. III. Gerðir háskólaráðsins. Kosning varaforseta og skrifara. Háskólaráðið kaus á fundi 58. sept. 1921 prófessor Harald Níelsson varafor- seta sinn og prófessor Magnús Jónsson ritara. Prófessor, dr. phil. Sigurður Nordal var í mars 1922 kosinn ritari i stað Magnúsar Jónssonar, er þá var farinn frá háskólanum.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.