Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1922, Side 54
52
6. gr.
Háskólaráðið hcldur reikning yfir tekjur og gjöld af útgáfu alman-
aksins og birtir hann árlega í árbók háskólans, endurskoðaðan með
sama hætti sem ársreikning háskólans.
7. gr.
Ráðherra ákveður verð almanaka þeirra, er háskólinn gefur út,
eftir tillögum háskólaráðs. Verðið skal ákveðið fyrir eitt ár í senn og
skal það prentað á almanökunum.
8. gr.
Almanök þau, er háskólinn gefur út, skal stimpla áður en þau sjeu
afhent, meö stimpli, er háskólaráðið lætur gera. Ekkert almanak má selja
eða afhenda með öðrum hætti, hafi það eigi verið stimplað þannig.
9. gr.
Ráðherra getur, eftir tillögum háskólaráðs, leyft að gefa út dagatöl
og þess konar bækur eða löflur, svo og að flytja inn í landið útlend
almanök eða dagatöl.
Sá, er fá vill slíkt leyfi, sendi um það skriflega umsókn til dóms- og
kirkjumálaráðuneytisins. Skal þar skýrt greinilega frá gerð og efni
ritsins, eintakafjölda, hvar afhenda eigi ritið, hvort það sje ætlað til
sölu eða afhendingar með öðrum hætti og hvert söluverð þess sje,
eigi að selja það.
Leyfið skal því að eins veitt, að leyfisbeiðandi greiði til háskólans
gjald af hverju eintaki. Gjaldið ákveður ráðherra í hvert skifti eftir
tillögum háskólaráðs. Hvert eintak rita þeirra, sem þannig er leyft að
gefa út eða flytja inn, skal á kostnað leyfisbeiðanda stimplað með
stimpli þeim, er getur um í 7. gr., og má eigi afhenda neitt þeirra án
þess þau hafi verið stimpluð.
10. gr.
Hreinan arð af útgáfu almanaks ár hvert, skaðabætur og sektir fyr-
ir brot á einkarjettinum, andvirði upptækra rita og gjöld samkv. 4. og
8. gr. þessarar reglugerðar, skal leggja i sjerstakan sjóð, sem alman-
akssjóður heitir, og stjórnar háskólaráðið honum. Skal verja vöxtum
sjóðsins, þegar innstæðan þykir hafa vaxið nægilega, til eflingar stærð-
fræðisvísindum á íslandi.
Háskólaráðið skal árlega birta reikning sjóðsins í árbók háskólans,
og skal það, er innstæða sjóðsins er orðin kr. 10000.00 semja skipu-
lagsskrá fyrir sjóðinn, er ráðherra staðfesti.
(Staðfest af dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 25. febr. 1922).