Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1922, Side 59
fremur kom stúdentaráðið á fót upplýsingaskrifstofu, sem allmikið vár
notuð, og aflaði sjer sambanda við svipaðar skrifstofur erlendis.
Loks hefir stúdentaráðið á þessu tímabili hrundið í framkvæmd
stofnun mötuneytis stúdenla (Mensa academica). Slík hugmynd hafði
öðruhvoru verið lauslega á döfinni undanfarin ár, en ekki orðið úr
framkvæmdum. En á alpingi 1921 kom fram þingsályktunartillaga um
stofnun heimavista við Mentaskólann (sbr. Alþt. 1921, A. þgskj. Nd.
411, og A. þál. 463, bls. 200). Skrifaði þá stjórn stúdentaráðsins, V. Þ.
G. og Sveinn Vikingur þinginu og fóru þess á leit, að háskólinn yrði
einnig tekin upp i þessa till. Pó þetta væri ekki gert beinlinis, tók
nefndin, sem með málið fór, þessu mjög vel og gat framsögum. henn-
ar (Jón Porláksson) þess, að hún mælti hið besta með þvi, að þarfir
stúdentanna yrðu teknar til álits og undirbúnings, svo fijótt sem
mögulegt væri (Alþt. 1921, D. 24). Úr Mentaskólaheimavistunum varð þó
ekkert. En sumarið eftir sneri stjórn stúdentaráðsins, eða þeir tveir
úr henni, sem í bænum voru, L. G. og V. P. G., sjer til ríkisstjórnar-
innar og spurðust fyrir um það, hverjir möguleikar væru á þvi, að
hún vildi styrkja stofnun mötuneytis stúdenla, ef unt yrði að öðru
leyti að koma þvi upp, þegar sama haustið. Tók þáv. kenslumálaráð-
herra, J. Magnússon, mjög vel í málið og sömul. fjármálaráðh. M.
Guðmundsson. Var lofað álitlegum styrk, og sumpart láni gegn því,
að háskólaráðið legði einnig nokkuð fram, og lofaði það því einnig.
Var svo farið að vinna að undirbúningi mötuneytisins, af þessum
tveimur fyrnefndu stúdentaráðsmeðlimum og siðar um haustið einnig
af Skúla V. Guðjónssyni, eftir að hann kom til bæjarins. Á fundi stúd-
entaráðsins 17. okt. 1921 skýrði stjórnin síðan frá gerðum sínum i
málinu og voru þær allar samþyktar. A fundi 31. okt. s. á. voru síðan
samþ. reglur um Mensa academica (gb. bls. 20—23) og á fundi 9. nóv.
1921 var svo kosin föst forstöðunefnd fyrirtækisins, en stjórnin skilaði
því af sjer, og hlutu kosningu Björn Árnason, stud. jur., Lúðvik Guð-
mundsson stud. med. og Skúli V. Guðjónsson stud. med. En annars
hafði mötuneytið tekið til starfa 4. nóvember, i húsinu nr. 2 í Lækjar-
götu og var ráðskona ráðin, frk. Ólafia Hákonardóttir. Pátttakendur
voru fyrst um 40. Pegar mötuneytið var opnað, hafði stúdentaráðið
boðið kennurum háskólans, landsstjórninni og nokkrum blaðamönn-
um að skoða húsnæðið o. s. frv. Var þar dálítil samdrykkja, ræðu-
höld o. s. frv. og töluðu þar form. stúdentaráðsins V. P. G., atvinnu-
málaráðherra Pjetur Jónsson og rektor háskólans, prófessor Ól. L.
í stúdentaráðinu áttu sæti á þessu tímabili, kosnir 11. des. 1920:
fyrir guðfræðisdeild: Porst. Jóhannesson, Sveinn Víkingur, fyrir
læknadeild: Lúðvik Guðmundsson, Friðrik Björnsson, fyrir lagadeild:
Stefán J. Stefánsson, (seinna Gustav A. Jónasson í hans stað), Magnús
8