Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1922, Page 62

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1922, Page 62
60 tilhlutun stúdentaráðsins var haldinn fundur i «Mensa» 8. desbr. 1921. A fund þenna voru boðaðar stjórnir ýmsra fjelaga og skóla hjer i bæ. Var þar rætt um fyrirkomulag stúdentaskifta við önnur lönd í fram- tiðinni. Kom það fram á fundinum, að heppilegast væri að stúdenta- ráðið hefði allar framkvæmdir i því máli, og fulltrúar hinna ýmsu fjelaga hjetu fulltingi sínu. — Stúdentaráðinu var strax ljósf, hversu miklum erflðleikum eru bundin stúdentaskifti til náms yfir veturinn. Var því afráðið, að snúa sjer fyrst um sinn að stúdentaskiftum til skammrar dvalar í sumarleyfi, en jafnframt unnið að hinum svo sem hægt var. Skömmu eftir nýár voru hafin brjefaskifti og simskeyta við prófessor H. Kóht í Kristjaniu, um stúdentaskifti við Noreg. Seinna var kosin sjerstök nefnd við háskólann i Kristjaníu, til að annast mál- ið að öllu leyti fyrir Norðmanna hönd. Svo fór að 4 norskir stúdent- ar skyldu koma til íslands og höfðu þeim verið útvegaðir dvalarstaðir með þvi móti, að frá þvi er þeir kæmu hjer til lands og þar til þeir færu, yrði dvölin þeim að öllu kostnaðarlaus. Sömu hlunnindum átti stúdentaráðið völ á, fyrir jafnmarga ísl. stúdenta í Noregi. Pessi skifti skyldu standa yfir sumarmánuði þrjá. Vegna veikinda og annars komu að eins tveir Norðmenn og tveir isl. stúdentar dvöldu í Noregi. Eftir norskum blöðum að dæma, hafa þeir, norslcu stúdentarnir, verið mjög ánægðir með förina. Og hyggja Norðmenn á framkvæmdir miklar um stúdentaskiftin í framtíðinni. Ágætismaður nokkur, norskur, próf. Paasche hefir gefið fje, málinu tii stuðnings, og háskólanefndin norska mun sækja um fjárstyrk úr rikissjóði í Noregi til stúdentaskifta við ísland. — Stúdentaráðið er fegið þvi, hversu giftusamlega hefir tekist með þetta mál og mun leggja alt kapp á, að það verði íslenskum stúd- entum til sóma, á meðan það heldur uppi framkvæmdum um málið af íslands hálfu. — Seinni hluta vetrar var skrifað til allra skipafje- laga, sem höfðu skip i föstum förum til íslands, og óskað eftir afslætti á fargjaldi stúdenta. Eimskipafjelag ísl. hjet öllum stúdentum nær helmings afslætti á fargjaldi i ferðum til náms eða stúdentaskifta milli íslands og annara landa. «Bergenska fjelagið» hjet 33°/0 afslætti fyrir þá, er færu í stúdentaskiftum til Noregs. Önnur fjelög gáfu ekki ákveð- ið svar, en sum nokkurn ádrátt. Petta voru enn góð atvik i stúdenta- skiftamálinu. Ýmsum «tslandsvinum» og stúdendastofnunum i Englandi var skrif- að um stúdentaskifti við England. Árangur var enginn á þessu sumri, cn það eru góðar liorfur á, að skiftin takist i náinni framtið. í júlimánuði siðastl. kom hingað fulltrúi frá «Danske Studerendes Internationale Komitén. Skyldi hann kynna sjer hagi stúdenta og mál- efni hjer, og ráðgast við stúdentaráðið um meira samband milli danskra og islenskra stúdenta. Peim fundum Iauk svo, að ákveðið var

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.