Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Síða 15
13
ratið hina réttu leið, mun yður vel farnast. Ég óska þess,
að hver og einn yðar megi ná því marki, er hann hefur sett
sér, og að þið gerizt nýtir starfsmenn þjóðfélagsins, þegar ykkar
tími kemur.
Að svo mæltu tek ég af yður það loforð, að þér haldið lög
og reglur háskólans.
III. GERÐIR HÁSKÓLARÁÐS
Embætti og kennsla.
Hinn 23. sept. 1948 var próf. Jóni Hj. Sigurðssyni veitt lausn
frá prófessorsembætti í lyflæknisfræði frá 1. sept. að telja,
en við embættinu tók próf. dr. Jóhann Sæmundsson.
Sama dag var Ólafur dósent Björnsson skipaður prófessor
í laga- og hagfræðisdeild frá 1. sept. að telja.
Hinn 28. sept. 1948 var cand. jur. Ármann Snævarr settur
frá 1. sept. að telja og fyrst um sinn, unz öðruvísi kann að
verða ákveðið, að gegna prófessorsembætti í laga- og hagfræð-
isdeild í fjarveru hins skipaða prófessors, Gunnars borgarstjóra
Thoroddsens.
Hinn 17. des. 1948 var dr. Björn Guðfinnsson dósent skip-
aður prófessor í íslenzku nútíðarmáli og hagnýtri íslenzku-
kennslu frá 1. okt. 1948 að telja.
Hinn 15. júní 1949 var Björn dósent Magnússon skipaður
prófessor við guðfræðisdeild frá 1. júní 1949 að telja.
Próf. Trausti Einarsson fékk leyfi menntamálaráðuneytis-
ins til þess að fækka nokkuð kennslustundum sínum þetta ár,
í því skyni að vinna úr þeim rannsóknum, er hann gerði í
sambandi við Heklugosið 1947—48.
Sendikennari í norsku. Haustið 1948 var tekin upp kennsla
í norslm, og var kostnaður við hana greiddur af ríkissjóðum
Noregs og Islands í sameiningu. Cand. philol. Hákon Hamre