Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Síða 94
92
XIV. ÝMISLEGT.
Prófkröfur til B. A.-prófs.
Úr 52. grein reglugerðar fyrir Háskóla Islands:
„Nemandi, er gengur undir B. A.-próf, verður að sameina
þrjár námsgreinar á þann hátt, að hann taki samtals 6 stig
í þrem námsgreinum, í íslenzku þó ekki minna en 3, hafi nem-
andi valið sér hana, en hvert stig er miðað við ákveðnar
þekkingarkröfur: 1. stig táknar minnstu kröfu, 2. stig meira,
3. stig mestar kröfur. Próf í forspjallsvísindum er reiknað
1 stig. Þó er nemanda heimilt að velja aðeins tvær náms-
greinar með því skilyrði, að hann taki samtals 6 stig í þeim
báðum. Próf í tungumálum er bæði skriflegt og munnlegt, og
verður aðaláherzla lögð á, að nemandi verði leikinn í að tala
og rita nýju málin og öðlist nokkra þekking í bókmenntum
þessara mála.“
íslenzka.
1 íslenzku verða ekki tekin færri en 3 stig (sbr. 52. gr.
háskólareglugerðar), þar af 1 stig í málfræði og 2 í bók-
menntasögu.
1. stig: málfræði.
1. Islenzk tunga í fornöld eftir Alexander Jóhannesson, öll
aðalatriði.
2. Gotnesk málfræði.
3. Textalestur: a) Um 30 bls. í Carmina scaldica, valdar í
samráði við kennarann; b) Um 10 bls. á gotnesku (úr
Markúsar guðspjalli).
4. Beygingarfræðin úr Islandsk grammatik eftir Valtý Guð-
mundsson.
5. Setningarfræði Jakobs Smára eða Bjöms Guðfinnssonar,
aðalatriðin.
6. Islenzk nútíðarhljóðfræði: Mállýzkur I eftir Bjöm Guð-