Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Síða 57

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Síða 57
55 II. 1 refsirétti: Skýrið ákvæði almennra hegningarlaga um eftirfarandi hlutdeild í brotum. m. 1 réttarfari: Lýsið réttarreglum um skiptingu sakarefnis. IV. Raunhæft verkefni: Á stríðsárunum reisti h.f. Bjarg nokkur íbúðarhús í X-kaupstað, meðal annars húsin nr. 18 og 20 við Eyrarveg. Þessi hús voru sam- byggð, 2 hæðir og kjallari hvort og ein íbúð á hvorri hæð, þannig að samtals voru 4 íbúðir í báðum húsunum, auk kjallara, er að nokkru var skipt með íbúðunum, en að nokkru til sameiginlegra nota fyrir hverjar 2 íbúðir. í janúarmánuði 1946 seldi h.f. Bjarg allar íbúðirnar, en hver þeirra var 3 herbergi og eldhús. Kaupendur voru 4, og keyptu þeir sína íbúðina hver. Kaupandi að íbúðinni á neðri hæð hússins nr. 18 var Jón Jónsson bókbindari, og bjó hann þar ásamt konu sinni og dóttur. Efri hæð þess húss keypti Árni Árnason sjómaður og bjó þar með fjölskyldu sinni. Eitt herbergi leigði hann þó Þórði Sigurðsyni, bróðursyni sínum, er var hljóðfæraleikari — lék á valdhorn. Neðri hæð húss- ins nr. 20 keypti Helgi Sigurðsson bókbindari, bróðir Þórðar, og bjó þar ásamt konu sinni og gamlli tengdamóður, en efri hæðina keypti Halldór Halldórsson prentari og bjó þar ásamt fjölskyldu sinni. Um hausti 1946 fannst þeim Jóni, Helga og Halldóri, að ónæði og hávaði af veru Þórðar í húsinu væri óviðunandi. Síðara hluta dags var hann mjög oft að æfingum á valdhom sitt, en auk þess var oft gleðskapur hjá honum á kvöldin, með söng og hljóðfæra- slætti, sjaldan þó lengur en til kl. 1 að nóttu. Þeir félagar kvörtuðu um þetta bæði við Áma og Þórð, og tóku þeir því líklega, að um yrði bætt, en sama lag hélzt þó. Kvörtuðu þeir félagar þá enn og aftur, en ekkert stoðaði. Gripu þeir þá til þess ráðs að krefjast út- burðar á Þórði í marzmánuði 1947, og var það mál á döfinni í fógetarétti, þegar Jón fór utan í apríl ásamt fjölskyldu sinni. Áður en þau Jón fóru, fluttu þau húsgögn sín í svefnherbergi sitt og læstu því sérstaklega, svo og íbúðinni. Lyklana fékk Jón Helga, granna sínum, og bað hann að líta eftir íbúðinni, en þeir voru kunningjar. Nokkru eftir að Jón fór, fékk Helgi svohljóðandi símskeyti frá honum: „Viltu reka eftir Bjarna málara að mála eldhúsið og vesturstofuna. Kveðjur."
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.