Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Blaðsíða 60
58
Verkefni í skriflegu prófi í maí 1949 voru þessi:
1 ritgerð:
Þróun lánsfjárstarfsemi í þágu sjávarútvegsins.
1 rekstrarhagfrœði:
I. í gildandi lögum um tekju- og eignarskatt segir m. a.:
„Til arðs af hlutabréfum telst .... ennfremur úthlutanir við félags-
slit umfram upphaflegt hlutafjárframlag, þ. e. nafnverð hlutabréf-
anna, og skiptir ekki máli í því sambandi, fyrir hvaða verð þau
hafa verið seld og keypt.“
Skýrið þessi ákvæði og gerið grein fyrir skoðun yðar á réttmæti
þeirra eða nauðsyn.
n. Hvað er sölupólitík? Gerið grein fyrir hlutverki hennar, skipt-
ingu og starfsaðferðum.
1 þjóðhagfrœði:
I. Hvers konar orsakasamband er á milli seðlaveltu og verðlags?
n. Hvert gildi hefur sú röksemd gegn jafnari tekjuskiptingu, að
sparnaðarviðleitni verði meiri, ef tekjuskiptingin er ójöfn?
1 Iðnrekstrarfræði:
1. Skýrgreinið hugtakið iðnað.
2. Gerið grein fyrir þeim tækniatriðum, sem valda því, að hag-
kvæmara sé fyrir iðnfyrirtæki að vera stórt en lítið.
3. Gerið grein fyrir ástæðum þess, að iðnfyrirtæki bindast lóð-
réttum samtökum (vertical integration).
4. Gerið grein fyrir þeim áhrifum, sem árstíðasveiflur á eftirspum
hafa á rekstur iðnfyrirtækja.
5. Gerið grein fyrir þeim atriðum, sem máli skipta um leguval iðn-
fyrirtækja innanlands.
1 tölfræði:
I. Samkvæmt athugun á dánartíðni hér á landi á árunum 1926
til 1935 dóu árlega af hverjum 1000 konum:
Á aldrinum 15 til 24 ára 5,0
Á aldrinum 25 til 34 ára 5,5
Á aldrinum 35 til 44 ára 6,5
Hve margar konur mundu þá hafa dáið á þessu tímabili af
hverjum 1000 á aldrinum 39 ára?