Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Síða 104
102
trauststillagan þá borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkv.
gegn 4.
Var síðan gengið til stjórnarkjörs, og kom fram einn listi, er
fékk 5 atkv., en 4 seðlar voru'auðir. Á þessum lista voru þrír menn,
þeir Bjarni V. Magnússon, Stefán Hilmarsson og Sigurjón Jóhannes-
son. Voru því þessir menn rétt kjömir í stjóm stúdentaráðs. Skiptu
þeir síðan með sér verkum, og var sú skipting þannig: Bjarni V.
Magnússon, form., Stefán Hilmarsson ritari og Sigurjón Jóhannes-
son gjaldkeri.
Fundir.
1. Stúdentaráðsfundir voru haldnir 34. Reglulegir fundir voru
haldnir á fimmtudögum og aðra daga eftir þörfum.
2. Almennir stúdentafundir.
I. Mánud. 13. des. 1948 var almennur fundur háskólastúdenta haldinn
í I. kennslustofu háskólans. Fyrir var tekið:
Afgreiðsla garðstjómar á garðsvistarumsóknum á síðastl. hausti
og gangur þeirra mála síðan. — Framsögumaður var Pétur Þor-
steinsson, stud. jur. Var í lok fundarins vítt afgreiðsla garðstjómar
á garðvistarbeiðni eins manns og einnig seinlæti garðstjómar í að
afgreiða reglugerð fyrir stúdentagarðana.
H. Þriðjud. 14. des. 1948 var haldinn almennur fundur háskólastú-
denta í I. kennslustofu háskólans. Fyrir var tekið:
Hlutleysi íslands. Framsögumaður var Jón Hjaltason, stud. jur.
Allmiklar og fjörugar umræður urðu um þetta mál. Var í lokin
samþykkt tillaga þess efnis, er fól í sér stuðning við hlutleysi Is-
lendinga. Var hún samþykkt með 85 atkv. gegn 36.
III. Fimmtud. 24. marz var haldinn almennur fundur háskóla-
stúdenta. Fyrir var tekið:
Atlantshafsbandalagið. Frammælandi var Ólafur Halldórsson,
stud. mag.
Mjög miklar og harðar umræður urðu um þetta mál.
Að lokum var samþykkt tillaga, er fól í sér að skora á alþingi
að láta fara fram þjóðaratkvæði um þetta mál. Voru 130 með þeirri
tillögu en 111 á móti
Hátíðahöld.
1. Fyrsti desember. Samkvæmt venju annaðist stúdentaráð undir-
búning hátíðahaldanna þennan dag. Var gott samkomulag um alla
tilhögun og framkvæmd.
Að þessu sinni var veður mjög óhagstætt, hellirigning og rok.
Skrúðgangan varð því fremur fámenn frá háskólanum til Alþingis-