Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Blaðsíða 110
108
Hér mætti nefna margt fleira, sem stúdentaráð hefur haft með
höndum, en yrði of langt upp að telja.
Formlega starfaði stúdentaráð ekki yfir sumartímann, sökum
fjarvistar margra fulltrúanna úr bænum. Þó voru ráðnir tveir
menn til að annast störf ráðsins yfir sumartímann, sem allaf hljóta
að verða nokkur vegna vaxandi viðskipta ráðsins, einkum við erlenda
stúdenta og stúdentasambönd.
Pétur Þorsteinsson sá um dansleiki fyrir ráðið, en önnur störf
annaðist Stefán Hilmarsson.
Fjárhagur.
Að þessu sinni er fjárhagur ráðsins ekki eins góður og oft áður.
Stafar það af ýmsum ástæðum. Helzt má nefna, að áramótadans-
leikurinn féll niður, sem t. d. gaf síðastta stúdentaráði rúmar 20 þús.
kr. í aðra hönd. Einnig skal geta þess, að töluverður kostnaður var
vegna norræna stúdentamótsins.
SKBPULAGSSKKÁ
fyrir Minningarsjóð norskra stúdenta.
1. gr. — Sjóðurinn heitir Minningarsjóður norskra stúdenta.
2. gr. — Sjóðurinn er stofnaður með gjöf hjónanna Guðrúnar og
Salomons Brunborg og sona þeirra, Erlings og Egils, en þau eru
öll búsett í Billingsstad í Noregi. Er sjóðurinn helgaður minningu
allra þeirra norsku stúdenta, sem lögðu líf sitt í sölurnar fyrir
föðurland sitt í frelsisbaráttu Norðmanna á árunum 1940—1945.
3. gr. — Stofnfé sjóðsins er kr. 100000.00 — eitt hundrað þúsund
krónur — og hefur frú Brunborg aflað þess með fyrirlestrahaldi
um frelsisbaráttu Norðmanna og kvikmyndasýningum víðsvegar
um ísland.
4. gr. — Tilgangur sjóðsins er að efla menningarsamband íslands
og Noregs með því að styrkja norska stúdenta og kandídata til
náms við Háskóla íslands.
5. gr. — Stjórn Háskóla íslands (nú háskólaráð) skal sjá um
vörzlu og ávöxtun sjóðsins. Skal fé sjóðsins jafnan ávaxtað með