Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Blaðsíða 10

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Blaðsíða 10
8 að úr þeim sé unnið, og það er komið undir oss sjálfum, hve giftusamlega tekst. Meðal þessara mikilvægu verkefna er samn- ing vísindalegrar íslenzkrar orðabókar fram til vorra daga. Hefur nú tekizt að koma endanlegu skipulagi á þetta starf, og vinna nú þrír ungir fræðimenn að þessu verki, er má vænta að taki 10—15 ár. Engin núlifandi tunga hefur varðveitt jafn miklar minjar hins indógermanska frummáls og íslenzk tunga, og er það hyggja vor, að áður en langt um líður muni íslenzk tunga skipa jafn virðulegan sess við erlenda háskóla og t. d. forngríska, er stendur öllum öðrum tungum ofar um varðveizlu fornra minja og frumleik mannlegrar hugsunar. Ég hef hér minnzt á þau fræði, er mér standa næst, en um gildi þessara vísindalegu rannsókna má vafalaust segja svipað og um allar aðrar fræðigreinir, er kenndar eru hér við háskól- ann. Ég er ekki dómbær um þau störf, er unnin hafa verið hingað til í guðfræði, læknisfræði og lögfræði, í elztu deild- unum, en sýnilegan árangur þeirra má sjá af ritum þeim, er gefin hafa verið út. Árið 1940 lét háskólinn birta skrá um rit háskólakennara frá því að háskólinn var stofnaður og fram til ársins 1940. Nú er að koma út skrá um rit háskólakennara frá 1940—1946, og er áformað að birta slíka skrá framvegis á 5 ára fresti. Mætti hún einnig verða til upörvunar öllum ungum mönnum, er bætast í hóp háskólakennara. Þær stórfelldu breytingar, er orðið hafa á síðustu árum á högum þjóðar vorrar, hafa breytt viðhorfi voru til annarra þjóða. Menntun og uppeldi hafa íslenzkir stúdentar á liðnum öld- um sótt að miklu leyti til Danmerkur og annarra Norðurlanda, og þótt þjóðir þær, er þessi lönd byggja, séu vel menntaðar og vér höfum margs góðs að minnast, má segja, að oss sé mikil nauðsyn að tengjast nánari menningarböndum við stórþjóðir heims og sækja þangað þá þekking á öllum sviðum, er oss geti að haldi komið í lífsbaráttunni. Breytingar þær, er orðið hafa á samgönguleiðum til annarra landa, munu og mjög stuðla að því, að íslendingar tileinki sér enska og franska menning, og ber þá vitanlega að leggja meiri stund á enskunám í öllum skólum landsins og auka einnig frönskimám. Alþjóðamót um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.