Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Qupperneq 10
8
að úr þeim sé unnið, og það er komið undir oss sjálfum, hve
giftusamlega tekst. Meðal þessara mikilvægu verkefna er samn-
ing vísindalegrar íslenzkrar orðabókar fram til vorra daga.
Hefur nú tekizt að koma endanlegu skipulagi á þetta starf,
og vinna nú þrír ungir fræðimenn að þessu verki, er má vænta
að taki 10—15 ár. Engin núlifandi tunga hefur varðveitt jafn
miklar minjar hins indógermanska frummáls og íslenzk tunga,
og er það hyggja vor, að áður en langt um líður muni íslenzk
tunga skipa jafn virðulegan sess við erlenda háskóla og t. d.
forngríska, er stendur öllum öðrum tungum ofar um varðveizlu
fornra minja og frumleik mannlegrar hugsunar.
Ég hef hér minnzt á þau fræði, er mér standa næst, en um
gildi þessara vísindalegu rannsókna má vafalaust segja svipað
og um allar aðrar fræðigreinir, er kenndar eru hér við háskól-
ann. Ég er ekki dómbær um þau störf, er unnin hafa verið
hingað til í guðfræði, læknisfræði og lögfræði, í elztu deild-
unum, en sýnilegan árangur þeirra má sjá af ritum þeim, er
gefin hafa verið út. Árið 1940 lét háskólinn birta skrá um rit
háskólakennara frá því að háskólinn var stofnaður og fram til
ársins 1940. Nú er að koma út skrá um rit háskólakennara
frá 1940—1946, og er áformað að birta slíka skrá framvegis
á 5 ára fresti. Mætti hún einnig verða til upörvunar öllum
ungum mönnum, er bætast í hóp háskólakennara.
Þær stórfelldu breytingar, er orðið hafa á síðustu árum á
högum þjóðar vorrar, hafa breytt viðhorfi voru til annarra
þjóða. Menntun og uppeldi hafa íslenzkir stúdentar á liðnum öld-
um sótt að miklu leyti til Danmerkur og annarra Norðurlanda,
og þótt þjóðir þær, er þessi lönd byggja, séu vel menntaðar og
vér höfum margs góðs að minnast, má segja, að oss sé mikil
nauðsyn að tengjast nánari menningarböndum við stórþjóðir
heims og sækja þangað þá þekking á öllum sviðum, er oss geti
að haldi komið í lífsbaráttunni. Breytingar þær, er orðið hafa
á samgönguleiðum til annarra landa, munu og mjög stuðla
að því, að íslendingar tileinki sér enska og franska menning,
og ber þá vitanlega að leggja meiri stund á enskunám í öllum
skólum landsins og auka einnig frönskimám. Alþjóðamót um