Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Síða 106
104
oecon. form. ritstjórnar, Einar Sigurðsson, stud. jur., Indriði Gísla-
son, stud. mag., Ólafur Halldórsson, stud. mag., og Flosi Sigurbjöms-
son, stud. mag.
Sérstök ritnefnd sá um 1. des.-blaðið. 1 henni voru: Víkingur H.
Arnórsson, stud. med. og Jóhannes Gíslason, stud. oecon., frá Vöku,
félagi lýðræðissinnaðra stúdenta, ívar Bjömsson, stud. mag., frá
Félagi róttækra stúdenta, Ingimar Jónasson, stud. oecon., frá Stú-
dentafélagi lýðræðissinnaðra sósíalista og Ásmundur Pálsson stud.
polyt., frá Félagi frjálslyndra stúdenta.
2. Handbókin kom út og var seld á kr. 5.00 eintakið. Var hún
send í báða menntaskólana og einnig í Verzlunarskólann. Allmikið
er óselt af henni ennþá.
Bridge-keppni.
Síðara hluta vetrar gekkst stúdentaráð fyrir fjórmenningskeppni
í bridge. Lauk keppninni með sigri þeirra Stefáns Guðjohnsen, stud.
jur., Valtýs Guðmundssonar, stud. jur., Jóns P. Emils, stud. jur. og
Heimis Bjarnasonar, stud. med.
Keppnin fór fram á Gamla-Garði.
Skákkeppni.
Hinn 19. marz gekkst stúdentaráð fyrir hraðskákarkeppni að
Gamla-Garði. Var fyrst keppt í tveim riðlum og síðan í úrslitariðli,
þar sem 3 efstu menn úr forkeppninni áttust við.
Sigurvegarar urðu: Sæmundur Kjartansson, stud. med., og Páll
Hannesson, stud. polyt.
Flygil-sala.
Á fundi sínum 25. nóv. 1948 samþykkti stúdentaráð að láta há-
skólaráð yfirtaka flygilkaup þau, er fyrrverandi stúdentaráð hafði
með höndum. Var þessi samþykkt gerð á þeim forsendum, að hljóð-
færið þótti of dýrt, þar sem tollurinn fékkst ekki eftirgefinn, sem
vonir stóðu til með, og einnig var það, að húsakynni á Gamla-Garði
þóttu eigi nógu góð fyrir svo vandaðan grip. Það varð því úr, að
háskólinn fékk hinn nýja flygil, en flygillinn, sem þar var fyrir,
var fluttur í setustofu Gamla-Garðs til afnota fyrir stúdenta.
Skíðaskálinn. Stúdentaráð festi kaup á skíðaskála, er var eign
starfsmannafélags Landssmiðjunnar. Skyldi nú fást úr því skorið,
hvort stúdentar vildu notfæra sér slíkan skála, áður en ráðist yrðí
í að reisa slíkan skála með miklum tilkostnaði. Var kosin sérstök
skálanefnd, er m. a. skyldi hafa það með höndum að efna til hóp-