Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Síða 98
96
Enska.
1. stig:
A. Lestur bókmennta frá 19. og 20. öld, samtals um 800—
1000 síður. Skal þriðjungur þess efnis vandlega lesinn.
B. Höfuðdrættir enskrar bókmenntasögu (eins og þá er t.
d. að finna í Enskri bókmenntasögu eftir Jón Gíslason).
C. Nokkur þekking í enskri hljóðfræði, er nægi til skilnings
á aðalmun enska hljóðkerfisins og hins íslenzka, og sæmi-
legt vald á enskri hljóðmyndun.
D. Allrækileg þekking á höfuðatriðum enskrar beygingar- og
setningarfræði og nokkur leikni í að snúa íslenzku á ensku.
2. stig:
A. Lestur bókmennta, samtals um 1000—1200 síður. Efni
skal valið að nokkru leyti úr eldri bókmenntum, þar á
meðal a. m. k. eitt af leikritum Shakespeares.
B. Ýtarlegri þekking í enskri bókmenntasögu en til fyrsta stigs.
(A Short History of English Literature eftir B. Ifor Evans
eða önnur ámóta bók).
C. Frumdrættir enskrar málssögu.
D. Allmiklu meiri þekking í enskri málfræði en til fyrsta stigs.
og einkum aukin færni í að tala og rita enska tungu.
3. stig:
A. Lestur bókmennta, samtals um 1000—1200 síður. Efni skal
þannig valið, að það veiti ásamt því, sem lesið er til 1.
og 2. stigs, nokkurt yfirlit yfir þróun enskra bókmennta.
B. Valdir kaflar rita um einstök tímabil eða höfunda enskra
bókmennta, er miðist einkum við þær bækur, er lesnar
eru til þessa stigs.
C. Yfirlit yfir sögu enskrar turgu (eins og finna má t. d.
í Growth and Structure of the English Language eftir
Otto Jespersen), og nokkur kynni af miðensku máli.
D. Auknar kröfur í enskri málfræði og aukin leikni í að
tala og rita enska tungu.