Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Síða 16
14
annaðist kennsluna þetta skólaár, en skólaárið 1949—50 mun
cand. philol. Hálvard Mageröy vera sendikennari í norsku.
Kennsla í röntgenfræðum. Yfirlæknir, dr. med. Gísli. Fr.
Petersen tók við kennslu í röntgenfræðum, er yfirlæknir, dr.
med. Gunnlaugur Claessen hafði áður haft á hendi.
Kennsla I þýzku. Frú Gabriele Jónasson lét af kennslu í
þýzku 1. sept. 1948, en við kennslunni tók Ingvar Brynjólfsson
menntaskólakennari.
Kennsla í yfirsetufræði. 1 upphafi vormisseris var kennsla
í þessari grein falin Pétri H. J. Jakobssyni, deildarlækni í fæð-
ingardeild Landspítalans, en próf. Guðmundur Thoroddsen hafði
áður haft þá kennslu á hendi.
Kennsla í tannlækningum.
Vegna skorts á áhöldum til tannlæknakennslu er ekki unnt
að taka við eins mörgum nemendum og nauðsynlegt þykir,
og voru því með samþykki menntamálaráðuneytisins gerðar
ráðstafanir til þess að útvega nauðsynleg tæki til viðbótar.
Námskeið í uppeldisfræðum.
Hafinn var undirbúningur að námskeiði í uppeldis- og kennslu-
fræðum haustmisserið 1949—50.
Heimboð vísindamanna frá útlöndum.
Þessir vísindamenn komu á skólaárinu í boði háskólans og
fluttu hér fyrirlestra:
Dr. Herbert Metzner, fiskiðnaðarfræðingur frá Hamborg.
Hann flutti tvo fyrirlestra, 7. og 25. janúar 1949, umfiskiðnaö,
meðferð á fiski og fiskafurðir.
Próf. dr. Julian Huxley flutti 27. júní 1949 fyrirlestur um
þróun mannlifsins.
Auk þeirra hafði háskólinn boðið hingað til fyrirlestrahalds
þeim próf. Magnus Olsen, próf. dr. Niels Bohr, dr. Sigfúsi