Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Síða 17
15
Blöndal og dr. Knud Krábbe yfirlækni. Tveir hinir síðastnefndu
komu hingað í lok skólaársins, en fluttu ekki fyrirlestra sína
fyrr en eftir að því var lokið.
Þá bauð háskólinn tveim erlendum vísindamönnum, er hér
voru staddir, að flytja fyrirlestra: Dr. Bruno Schweizer flutti
5. og 12. nóv. 1948 fyrirlestra um Langbaröa á Itálíu. Dr. N.
L. Bor, forstöðumaður Kew Gardens í Lundúnum, flutti 14.
júní 1948 fyrirlestur um grasgarðinn í Kew og 16. júní um
Himalaya.
Haralds Níelssonar fyrirlestur. Á 80. afmælisdegi Haralds
Níelssonar, 30. nóv. 1948, flutti biskupinn, dr. Sigurgeir Sigurðs-
son, fyrirlestur í hátíðasalnum er hann nefndi Sannleiksleitin.
Minnmgarfyrirlestur um Goethe.
Á tveggja alda afmæli Goethes, 28. ág. 1949, flutti próf.
Gunnar skáld Gunnarsson erindi um hann í hátíðasalnum.
Fyrirlestrar fyrir almenning í hátíðasalnum:
1. Próf. dr. ÞorkeTl Jóhannesson: Lok Skúla Magnússonar
landfógeta, 28. nóv. 1948.
2. Dósent Sigurbjörn Einarsson: Biblían spurð um mannfé-
lagsmál, 23. jan. 1949.
3. Próf. dr. Jóhann Sæmundsson: Um mænuveikina, 27. febr.
1949.
4. Próf. dr. Símon Jóh. Ágústsson: Um greind og frjósemi,
20. marz 1949.
5. Próf. Ólafur Jóhannesson: Mannréttindi, 10. apríl 1949.
Hljómleikar í hátíðasalnum fyrir kennara og stúdenta
voru tvisvar á þessu skólaári: Árni Kristjánsson píanóleikari
og Björn Ólafsson fiðlvleikari 12. marz 1949 og Strengjákvart-
ettinn „Fjarkinn“ 7. maí 1949.
Erlendir háskólar.
Háskólanum barst boð frá Johan Wölfgang v. Goethe-háskól-