Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Blaðsíða 71
I
69
afreksverk en aðrir þjónar kirkjunnar á íslandi og enda þótt
víðar væri leitað um Norðurlönd.
Brautryðjandastarf Ara er furðulega fjölþætt. Hann er að
vísu ólíkur Snorra að því að hirða lítt um listfengi, en hann
situr eins og Saga sjálf reikningsglögg að Sökkvabekk, og
rýnir út á haf horfinna tíða. Sjón hans er amhvöss og við-
bragðið snöggt til björgunar frá djúpi gleymskunnar. Myndi
hann hafa getað tekið undir það, sem annar fræðimaður kvað
löngu síðar:
Ég hef morrað mest við það
að marka og draga á land,
og koma því undan kólgu, svo
það kefði ekki allt í sand.
Þessi fræði sín ritar Ari á íslenzku. Hann tekur hana fram
yfir ritmál menntamanna á miðöldum, latínuna. Eflaust
hefur hann kunnað góð tök á henni, og einhver bezti vinur
hans, áratug eldri og hinn lærðasti guðfræðingur á Islandi,
Sæmundur fróði, skrifaði sín rit á latínu. En hann kýs sér
móðurmálið að ritmáli, þótt engin væri fyrirmyndin, og sýndi,
að tign þess og meginþróttur myndi eigi minni en latínunnar.
Verður aldrei fullmetið, hver heill hefur af því hlotizt fyrir
þroska íslenzkunnar, að svo snemma var lagt á þessa braut.
Og Ari markar tímatal vort. Hann greinir tindana, þótt sjór
tímans sé í miðjum hlíðum eða ofar. Hann bendir á þá og sýnir
glöggt afstöðu þeirra innbyrðis og svo örugglega, að litlu getur
skeikað, og allar síðari aldir hljóta að miða við.
Jafnframt hefur hann íslenzka sagnaritun. Byrjandaein-
kenni sjást nokkur sums staðar, en aðalsmerki hvarvetna hið
sama: Heimildir greindar og vandað til þeirra sem fremst er
kostur, óbifandi sannleiksást og hógværð þess manns, er þráir
það í öllu, er sannast reynist, og myndi fús vilja játa mistök
og minnka sjálfur, ef þá væri nær um rétta sögu, enda aldrei
lækka neinn annan. Þar er að leita af fyllsta trausti leiðsagnar
og fróðleiks. fslendingabók hans lætur dali opnast milli fjalla-
tinda og hlíðar og nes teygjast í haf fram. Sál fslands, saga þess,