Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Side 71

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1949, Side 71
I 69 afreksverk en aðrir þjónar kirkjunnar á íslandi og enda þótt víðar væri leitað um Norðurlönd. Brautryðjandastarf Ara er furðulega fjölþætt. Hann er að vísu ólíkur Snorra að því að hirða lítt um listfengi, en hann situr eins og Saga sjálf reikningsglögg að Sökkvabekk, og rýnir út á haf horfinna tíða. Sjón hans er amhvöss og við- bragðið snöggt til björgunar frá djúpi gleymskunnar. Myndi hann hafa getað tekið undir það, sem annar fræðimaður kvað löngu síðar: Ég hef morrað mest við það að marka og draga á land, og koma því undan kólgu, svo það kefði ekki allt í sand. Þessi fræði sín ritar Ari á íslenzku. Hann tekur hana fram yfir ritmál menntamanna á miðöldum, latínuna. Eflaust hefur hann kunnað góð tök á henni, og einhver bezti vinur hans, áratug eldri og hinn lærðasti guðfræðingur á Islandi, Sæmundur fróði, skrifaði sín rit á latínu. En hann kýs sér móðurmálið að ritmáli, þótt engin væri fyrirmyndin, og sýndi, að tign þess og meginþróttur myndi eigi minni en latínunnar. Verður aldrei fullmetið, hver heill hefur af því hlotizt fyrir þroska íslenzkunnar, að svo snemma var lagt á þessa braut. Og Ari markar tímatal vort. Hann greinir tindana, þótt sjór tímans sé í miðjum hlíðum eða ofar. Hann bendir á þá og sýnir glöggt afstöðu þeirra innbyrðis og svo örugglega, að litlu getur skeikað, og allar síðari aldir hljóta að miða við. Jafnframt hefur hann íslenzka sagnaritun. Byrjandaein- kenni sjást nokkur sums staðar, en aðalsmerki hvarvetna hið sama: Heimildir greindar og vandað til þeirra sem fremst er kostur, óbifandi sannleiksást og hógværð þess manns, er þráir það í öllu, er sannast reynist, og myndi fús vilja játa mistök og minnka sjálfur, ef þá væri nær um rétta sögu, enda aldrei lækka neinn annan. Þar er að leita af fyllsta trausti leiðsagnar og fróðleiks. fslendingabók hans lætur dali opnast milli fjalla- tinda og hlíðar og nes teygjast í haf fram. Sál fslands, saga þess,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.