Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Blaðsíða 19
17
í Englandi. Hann hafði ákveðið að fara utan til náms í
byrjun september, en hann lézt 3. ágúst.
Við höfðum ánafnað Þorvaldi ofangreinda upphæð til
náms í verkfræði og óskum þess, að íslenzkir verkfræðis-
stúdentar njóti styrks af þessu fé.
Virðingarfyllst,
Sigríður Eiríksdóttir, Finnbogi R. Þorvaldsson.
Til rektors Háskóla Islands.
Skipulagsskráin er prentuð á bls. 110.
Dánargjöf Gunnlaugs Kristmundssonar sandgræðslustjóra.
Með gjafabréfi, dags. 4. nóv. 1949, ánafnaði Gunnlaugur Krist-
mundsson háskólanum 50000 kr. af eignum sinum eftir sinn
dag. Þessi ákvörðun er þannig orðuð í gjafabréfinu:
3. Til Háskóla íslands gef ég 50 þús. kr. Af því skal
stofna sjóð, sem ber nafn mitt og nota skal til styrktar
ættingjum mínum o. fl. í bóklegum þjóðlegum fræðum,
eða til jarðvegsrannsókna og gróðurathugana á sandfoks-
svæðum hér á landi. Háskólaráð Islands skal semja skipu-
lagsskrá fyrir sjóðinn og ráða styrkveitingum úr honum.
Fjármálaráðuneytið lækkaði erfðafjárskatt af dánargjöfinni
niður í 5 af hundraði, og er stofnfé sjóðins því 47500 kr.
Framfarasjóður Brynjólfs H. Bjamasonar. Eftir lát for-
manns sjóðstjórnar, próf. dr. Ágústs H. Bjarnasonar, kaus há-
skólaráð Hakon Bjarnason skógræktarstjóra formann, en Jón
Á. Bjarnason verkfræðing varaformann.
Stúdentagarðarnir. I stað forseta Islands, herra Ásgeirs Ás-
geirssonar var Þorsteinn Scheving Thorsteinsson lyfsali skip-
aður af menntamálaráðherra formaður stjórnar stúdentagarð-
anna.
Happdrætti Háskóla fslands.
Stjóm happdrættisins var endurkosin, prófessorarnir Ólafur
Lárusson, dr. Álexander Jóhannesson og Ásmundur Guðmunds-
son. Endurskoðendur: prófessor Björn Magnússon og Þorsteinn
Jónsson fyrrv. bankafulltrúi, einnig endurkosnir.
3