Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Blaðsíða 119
117
„loforð skipafélaga um frían flutning á því“. Hins vegar óskaði hann
eftir, að stúdentaráð greiddi útflutningsgjald, sem ekki fengist eftir-
gjöf á. Var það samþykkt. „Nokkrar umræður urðu um málið, eink-
um um merkingar á tunnunum og gengu formaður o. fl. fulltrúar
ríkt eftir því, að það kæmi greinilega í ljós, hver væri raunveruleg-
ur gefandi lýsisins. Bogi kvað ekkert að óttast í því efni.“
Næst kom málið fyrir fund hinn 25. febrúar. Þá óskaði Bogi eftir,
að stúdentaráð greiddi kr. 6—700 í flutningskostnað á lýsinu til
Gdynia. Spurzt var fyrir um það, hvers vegna lýsið færi til þeirrar
borgar. Bogi upplýsti, að velja hefði mátt um nokkrar borgir á meg-
inlandinu, t. d. Gdynia og Hamborg. Óbeint kemur það fram í fund-
argjörðinni, að Bogi hefur upplýst, að alþjóðahjálparstofnun stúd-
enta í Prag (International Student Relief, skammstafað: I. S. R.)
muni annast flutning á lýsinu frá Kaupmannahöfn til Indlands. Hér
vil ég strax benda á, að tillaga Boga um flutning á lýsinu til Ev-
rópuhafnar virðist ekki á þessu stigi vera fullmótuð, sbr. í upphafi
umræður um Gdynia, en síðar Kaupmannahöfn. Þá er tillagan um
greiðslu stúdentaráðs á farmgjaldi frá Reykjavík til Evrópuhafnar
undarleg, þar sem Eimskip hafi þá þegar lofað flutningi á lýsinu
án endurgjalds, sbr. síðar. Á þessum stúdentaráðsfundi tók formað-
ur það skýrt fram, að I. S. R. hefði ekki átt að koma nálægt þess-
ari sendingu. Bogi segir hins vegar, „að samþykkt hefði verið í ráð-
inu, að sú stofnun annaðist flutning á lýsinu". Ennfremur segir
hann, „að sér hefði verið falið að sjá um ráðstöfun og sendingu lýs-
isins“. Á fundi þessum flutti formaður tillögu þess efnis, að utan-
ríkismálaritari ráðsins (Emil Als) yrði falið að leita til Sameinuðu
þjóðanna eða „íslenzka ráðuneytisins“ varðandi flutning lýsins. Var
tillaga þessi samþykkt.
Mánudaginn 23. marz kl. 18.25 boðaði formaður fund í stúdenta-
ráði eingöngu um þetta mál. Tilefni fundarins var það, að í hádegis-
dagskrá Ríkisútvarpsins þennan dag hafði birzt frétt þess efnis, að
indverskir stúdentar hefðu leitað til stúdentaráðs með beiðni um
lýsisgjafir. Stúdentaráð hefði orðið við þessari ósk og sent þeim
15 tunnur af meðalalýsi, sem nú væri á leiðinni til Indlands fyrir
milligöngu alþjóðahjálparstofnunar stúdenta, er hefur aðsetur í Prag.
Formaður hafði aflað upplýsinga á fréttastofu útvarpsins um heim-
ildina fyrir framangreindri frétt, en hún hafði borizt fréttastofunni
á bréfsefni stúdentaráðs, en var óundirrituð. Á fundinum játaði
Bogi Guðmundsson að hafa sent útvarpinu fréttina.
Formaður lagði fram á fundinum tillögu, þar sem Bogi var átal-
inn fyrir að senda útvarpinu fréttir í nafni stúdentaráðs án heim-
ildar og ennfremur fyrir það, að lýsið skyldi sent á vegum I. S.R.,