Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Blaðsíða 112
110
Skipulagsskrá
fyrir
Minningarsjóð Þorvalds Finnbogasonar stúdents.
1. gr.
Sjóðurinn heitir Minningarsjóður Þorvalds Finnbogasonar stúd-
ents.
2. gr.
Sjóðurinn er stofnaður af foreldrum Þorvalds Finnbogasonar, Sig-
ríði Eiríksdóttur og Finnboga Rúti Þorvaldssyni, á 21 árs afmæli
Þorvalds sonar þeirra, 21. desember 1952.
3. gr.
Stofnfé sjóðsins er kr. 50 000 — fimmtíu þúsund krónur — og
stendur nú í skuldabréfi, tryggðu með veði í húseigninni nr. 10 við
Brávallagötu í Reykjavík.
4. gr.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja stúdenta til náms við verkfræði-
deild Háskóla íslands eða til framhaldsnáms í verkfræði við annan
háskóla, að loknu fyrra hluta prófi í verkfræðideild Háskóla íslands.
5. gr.
Stjóm sjóðsins skipa rektor Háskóla íslands, sem skal vera for-
maður stjórnarinnar, forseti verkfræðideildar Háskóla Islands og
Finnbogi R. Þorvaldsson prófessor, meðan hans nýtur við, en síðan
kona hans, Sigríður Eiríksdóttir, eða elzti stúdent af niðjum séra
Þorvalds Jakobssonar, síðast prests í Sauðlauksdal, eða elzti stúdent
af niðjum systkina hans.
Stjórn sjóðsins skal ávallt skipuð 3 mönnum, en verði stjórnin
ekki fullskipuð eftir þeim ákvæðum, er að framan getur, kýs verk-
fræðideildin, til eins árs, einn mann í stjómina úr hópi kennara
deildarinnar.
6. gr.
Stjórnin skal sjá um vörzlu og ávöxtun sjóðsins og annast úthlut-
un styrkja úr sjóðnum. Skal hún halda gerðabók fyrir sjóðinn, reikn-
inga hans, styrkveitingar úr honum og annað, er varðar hag sjóðs-
ins og starf. Reikningsár sjóðsins er almanaksárið.