Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Blaðsíða 16
14
lausn frá embætti 31. júlí 1952. Embættið var auglýst til um-
sóknar, og barst ein umsókn, frá settum prófessor, Magnúsi Má
Lárussyni. 1 nefnd til þess að dæma um hæfi umsækjanda
voru kosnir próf. dr. Magnús Jónsson af hálfu guðfræðideild-
ar, formaður, próf. Ásmundur Guðmundsson, nefndur af há-
skólaráði, og dr. theol. Sigurgeir Sigurðsson biskup, nefndur
af menntamálaráðherra.
Háskólaráð sendi menntamálaráðuneytinu erindi um nýtt
prófessorsembætti í verkfræðisdeild og um prófessorsembætti
í uppeldisfræðum.
Próf. Jón Jóhannesson veiktist í des. 1952 og hefur verið
frá kennslu til loka skólaársins. Heimspekisdeild kaus á fundi
29. des. próf. dr. Stedngrim J. Þorsteinsson deildarforseta í stað
Jóns Jóhannessonar.
Kristinn Stefánsson læknir, kennari í lyfjafræði, fékk fjar-
vistarleyfi 4 vikur haustmisserið, og annaðist próf. Jón Hj.
Sigurðsson kennslu í hans stað. — Menntamálaráðuneytið til-
kynnti 29. des., að Kristinn Stefánsson skyldi frá áramótum
taka hálf dósentslaun fyrir kennsluna í lyfjafræði.
Próf. dr. Jóhann Scemundsson fékk leyfi frá kennslu í 3 vik-
ur í apríl—maí.
Próf.
Undanþágur frá ákvæðum reglugerðarinnar um próf (aðal-
lega um tímatakmörk) voru veittar stúdentunum Jóhanni Ax-
elssyni, Guðrúnu Friðgeirsdóttur, Hafliða Ólafssyni, Birgi Snce-
björnssyni og lngimar Ingimarssyni.
Þessum stúdentum var skv. umsókn leyft að ganga undir
próf í september 1953: Hafsteini Baldvhissyni, Einari Árna-
syni, Báldvini Tryggvasyni, Guðmundi W. Vilhjálmssyni, Stef-
áni Péturssyni, Þorvaldi Ara Arasyni, Eyjólfi K. Jónssyni, Sig-
urði Kristinssyni, Þorváldi Lúðvíkssyni, Sigurði Egilssyni,
Hauki Davíðssyni, Þórhalli Einarssyni, Bjarmx Bjarnasyni (próf
í lögfræði); Sigurði H. Líndál, Má Egilssyni, Sigurði Steingríms-
syni, Oddnýju Thorsteinsson, Vigdísi Hansen (B.A.-próf).