Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Blaðsíða 125
123
lánin frá því, sem áður var, niður í 3000, 2000 og 1000 kr. Lánin
skiptust þannig:
Guðfræðisdeild ..........
Læknadeild ..............
Laga- og hagfræðisdeild .
Heimspekisdeild .........
Verkfræðisdeild..........
11 lántakendur 21.000 kr.
52 109.000 —
27 63.000 —
7 15.000 —
6 -------- 12.000 —
220.000 kr.
Formaður sjóðsstjórnar dvaldist erlendis nærri árlangt, frá því um
mitt sumar 1952, og gegndi varaformaður störfum hans á meðan.
Reykjavík, 19. október 1953.
F. h. stjómar Lánasjóðs stúdenta,
Ásgeir Pétursson formaður.
Pétur Sigurðsson varaformaður.
Vinnumiðlun stúdenta. Sem kunnugt er hefur starfað Vinnumiðl-
unarnefnd á vegum stúdentaráðs á þessu starfsári. Formaður henn-
ar var Þorvaldur Ari Arason stud. jur., en aðrir nefndarmenn voru
þeir Jón G. Tómasson stud. jur. og Helgi G. Þórðarson stud. polyt.
Var starf nefndarinnar hið árangursríkasta og vil ég grípa tæki-
færið og þakka öllum nefndarmönnum óeigingjarnt og mikið starf
í þágu stúdenta.
Hér fer á eftir skýrsla nefndarmanna um störf Vinnumiðlunar-
nefndarinnar:
Vinnumiðlun stúdenta tók til starfa 16. febr. 1953 og lauk störf-
um 30. sept. s.l. Á þessu tímabili kom Vinnumiðlunarnefnd saman
til 17 funda, sem flestir voru haldnir í herbergi Stúdentaráðs H.Í.,
en auk þess unnu einstakir nefndarmenn mikið milli funda, og er
skiljanlega mesta starfið þar fólgið.
Vinnumiðluninni bárust alls 132 umsóknir, en þar af voru 13 end-
umýjaðar. Úthlutað var 130 stöðum, auk þess var mörgum umsækj-
endum gefin völ á fleiri en einni stöðu. Af stöðum þessum voru 3
afturkallaðar, svo að vitað sé.
Úthlutuð vinna skiptist þannig niður í starfsgreinar:
Verkamannavinna utan Reykjavíkur.......... 40
Verkamannavinna í Reykjavík ................ 17
Akstur bifreiða ............................ 13
Skrifstofustörf utan Reykjavíkur ........... 11
Eftirlitsstörf ............................. 11
Birgðavarzla ............................... 10
Skrifstofustörf í Reykjavík ................. 6