Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Blaðsíða 113
111
7. gr.
Styrk úr sjóðnum skal úthluta án umsókna og þeim einum, er
kunnir eru að drengskap, dugnaði og reglusemi.
Styrkinn hlýtur einn stúdent hverju sinni.
8. gr.
Fyrst um sinn má veita styrk úr sjóðnum annaðhvert ár, í fyrsta
sinn 21. desember 1953, en þegar ársvextir sjóðsins nema 6700 krón-
um eða meiru má veita styrk úr sjóðnum á hverju ári.
Styrkur úr sjóðnum skal nema 5000 krónum í hvert sinn á tíma-
bilinu 1953—1961. Árið 1963 og síðar má úthluta annaðhvert ár
þrem fjórðu af vöxtum síðustu tveggja ára, eða þrem fjórðu af árs-
vöxtum á hverju ári, sbr. fyrri málsgrein.
Vaxtatekjur umfram styrkveitingar skal leggja við höfuðstólinn
á hverjum tíma.
Nú er heimild til styrkveitingar ekki notuð eitthvert sinn, og
má þá verja til úthlutunar úr sjóðnum næsta ár upphæð samkvæmt
framangreindum ákvæðum.
9. gr.
Úthlutun úr sjóðnum skal fara fram á afmælisdegi Þorvalds Finn-
bogasonar, 21. desember.
10. gr.
Stofnendur sjóðsins áskilja sér rétt til þess, innan næstu tíu ára,
að koma fram með tillögur um breytingar á skipulagsskrá þessari,
þó svo, að þær haggi að engu tilgangi sjóðsins.
Yfirlit yfir störf Stúdentaráðs 1952—53.
Skýrsla formanns stúdentaráðs, Matthíasar Johannessens.
(Aðeins stytt í upphafi.)
Skipan ráðsins. Kosningar til Stúdentaráðs Háskóla íslands fóru
fram laugardaginn 1. nóv. 1952. Fram komu 4 listar og skiptust at-
kvæði á þá sem hér segir:
A-listi, listi félags lýðræðissinnaðra sósíalista, hlaut 55 atkvæði
og einn mann kjörinn, Halldór Steinsen stud. med.