Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Blaðsíða 88
86
Hann var of lítill starfsmaður til þess að verða forustumaður
í stjórnmálum og of sjálfstæður í skoðunum til þess að verða
góður flokksmaður, enda urðu merkustu störf hans á öðrum
vettvangi.
Árni hafði einnig mikinn áhuga á heimsmálum, frá því er
hann dvaldist í Höfn, og hefir ritað nokkuð um þau. Hann las
ýmis erlend blöð að staðaldri fram til síðustu stundar, en inn-
lend blaðamennska þótti honum oft ekki á marga fiska.
Þótt Árni læsi sögu og sögukennsla yrði að lokum aðalstarf
hans, mun hann hafa haft mest yndi af bókmenntum, einkum
ljóðum. Hann bar prýðilegt skynbragð á skáldskap og var sjálf-
ur gott skáld, þótt hann færi dult með það og birti fátt eftir
sig. Flestir munu t. d. kannast við hina snilldarlegu stælingu
hans á kvæði Burns: Hin gömlu kynni gleymast ei. Hann var
persónulega kunnugur ýmsum höfuðskáldum sinnar tíðar og
hefur ritað um þau af glöggum og næmum skilningi.
Ýmis önnur menningarmál, saga þeirra og þróun, voru einnig
hugðarefni Árna. Hann skildi gjörla, að hið bezta í íslenzkri
menningu að fornu og nýju hafði ekki orðið til í einangrun og
fáfræði, heldur hafði það skapazt sökum frjórra erlendra menn-
ingarstrauma, er bárust hingað með lærðum mönnum. Honum
var því umhugað, að íslendingar héldu áfram að stunda nám
við erlenda háskóla, þótt Háskóli íslands hefði verið stofnaður,
og benti á, að annars væri hætta á of mikilli einangrun sam-
fara menningarhnignun.
Árni hefur samið fjölda ritgerða um margvísleg efni. Hann
samdi og Miðaldasögu handa æðri skólum með Þorleifi H.
Bjarnasyni og kom hún út árið 1925. Hann var ritstjóri Skírn-
is 1921—29 og 1931—32 og einn af ritstjórum Vöku. Árið 1935
gaf hann út Úrvalsljóð Matthiasar Jochumssonar, og þegar
hann var hátt á sjötugsaldri, tók hann saman úrval ritgerða
sinna, og voru þær gefnar út 1947 undir nafninu Á við og dreif.
Sú bók sýnir glöggt, hve víðmenntaður Árni var og hvílíkur
snillingur hann var á mál og hugsun. Hann var frábær mælsku-
maður. Islenzk tunga lék á vörum hans og penna, kjammikil,
litauðug og hrein. Bjagað mál og vanburða hugsanir voru hon-