Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Blaðsíða 127
125
ar hafi borið árangur, enda hefur nefndin lagt ríka áherzlu á það,
og heitir því á alla stúdenta, sem aðstöðu hafa til, að efla kynningu
Vinnumiðlunarinnar út á við.
Að lokum þökkum við fyrir velvild og skilning, sem við höfum
almennt sætt í þessu starfi okkar.
Reykjavík, 1. okt. 1953.
Vinnumiðlun stúdenta.
Þorv. Ari Arason, Helgi G. Þórðarson, Jón G. Tómasson.
Utanríkismál. Stúdentaráði var boðið að senda 3 fulltrúa á fund,
sem haldinn var á vegum stúdentasamtaka lýðræðisríkjanna, National
Union of Students (NUS), í Kaupmannahöfn í janúar s.l. Var þar
rætt um nánari samvinnu milli stúdenta lýðræðisríkjanna, þar sem
Alþjóðasamband stúdenta, International Union of Students (IUS),
hefur verið í höndum kommúnista í nokkur undanfarin ár og notað
af þeim í áróðursskyni einu. Fulltrúar SHl á fundi þessum voru þeir
Kristján Flygenring, Gunnar Steinsen og Bragi Erlendsson, sem
stunduðu nám í Kaupmannahöfn. Einnig sendi stúdentaráð fulltrúa
á fund NUS, sem haldinn var í Leeds í Englandi í janúar s.l. Full-
trúi SHÍ var Benedikt Sigvaldason.
Þess ber og að geta, að á fundi stúdentaráðs hinn 4. febr. 1953 var
samþykkt í ráðinu tillaga þess efnis, að IUS skyldi sent bréf frá
SHÍ, þar sem m. a. var komizt svo að orði: Vér tilkynnum yður hér
með, að vér hvorki óskum eftir né heldur munum vér þiggja boð
yðar um þátttöku í neinum ráðstefnum, fundum eða annarri starf-
semi á vegum IUS. Þar sem vér teljum, að IUS hafi algerlega brugð-
izt því hlutverki sem stúdentasambönd lýðræðisþjóða bundu vonir
við, og allar meiri háttar ráðstefnur IUS hafa algerlega mótazt af
pólitískri áróðursstarfsemi alþjóðlegrar einræðisstefnu, höfum vér
gerzt aðilar að undirbúningi til stofnunar öðru stúdentasambandi.
í samræmi við ofanritað óskum við ekki eftir frekara sambandi
við IUS.
Hlunnindi. Að venju hafa stúdentar fengið ýmis hlunnindi á s.l.
ári, eins og oft áður, gegn framvísun stúdentaskírteina. Voru hlunn-
indi þessi þó nokkuð aukin, einkum á sýningar Tjarnarbíós. Stúd-
entar fengu á hvert skírteini tvo miða í Þjóðleikhúsið eftir 3 fyrstu
sýningar; fengustu miðarnir fyrir hálfvirði. Einnig fengu stúdentar
aðgang að sýningum Leikfélags Reykjavíkur með góðum kjörum.
Önnur mál.
1) Fyrsta desember-blaðið kom út að venju. Nokkrar deilur urðu
um það í ráðinu, hvort grein eftir sr. Emil Björnsson skyldi þar
birt, en fulltrúi róttækra í ritstjórn fór þess á leit við sr. Emil, að
hann skrifaði grein í blaðið. Kom mál þetta fyrir stúdentaráðsfund