Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Síða 120

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Síða 120
118 þar sem samþykkt hafði verið að fela S. Þ. flutninginn. Var tillaga formanns samþykkt með 7 atkvæðum gegn tveimur. í umræðum um þetta mál á fundinum sagði Bogi, „að sér hefði verið falið að sjá um söfnun og sendingu lýsisins 10. des.s.l.“. Þá kvað hann I. S.R. hafa boðizt til að flytja lýsið stúdentaráði að kostnaðarlausu. Hann taldi það hefði orðið til tafar fyrir málið, ef leitað hefði verið til S. Þ. með beiðni um fyrirgreiðslu í þessum efnum. Út af máli þessu urðu nokkrar umræður í dagblöðum hér í Reykja- vík, auk þess sem það mun hafa valdið verulegum deilum meðal háskólastúdenta. Formaður stúdentaráðs, hr. stud. mag. Matthías Johannessen, ósk- aði eftir því með bréfi, dags. 7. maí s.l., að ég rannsakaði mál þetta og sendi sér skýrslu um það, áður en núverandi stúdentaráð lyki störfum. Með bréfi stúdentaráðsformanns frá 17. þ. m. er þess einn- ig óskað, að ég láti i ljós álit mitt á málinu. Skýrslu mína byggi ég á neðanskráðum gögnum auk fundar- gjörðarbókar stúdentaráðs: Nr. 1, bréf stúdentaráðs til mín frá 7. maí 1953; nr. 2, lög um stúd- entaráð Háskóla íslands frá 1936; nr. 3, Morgunblaðið frá 24. marz s.l.; nr. 4, Tíminn frá sama degi; nr. 5, Alþýðublaðið frá sama degi; nr. 6, Þjóðviljinn frá 26. marz s.sl.; nr. 7, afrit af bréfi stúdentaráðs til Eimskip frá 26/3; nr. 8, afrit af svarbréfi Eimskip frá 27. marz s.l.; nr. 9, afrit af bréfi stúdentaráðs til Eimskip frá 2/1; nr. 10, af- rit af svarbréfi Eimskip frá 9. janúar s.l.; nr. 11, afrit af farmskír- teini, dags. 3. marz s.l.; nr. 12, upplýsingar frá viðskiptamálaráðu- neytinu; nr. 13, upplýsingar um verðlag á lýsi til útflutnings; nr. 14, afrit af bréfi mínu til stúdentaráðs frá 16. þ. m.; nr. 15, svarbréf stúdentaráðs frá 17. þ. m. Að framan hefur verið rakinn gangur mála, eftir því sem hann kemur fram í fundargjörðabók stúdentaráðs. Eins og þar sést, var Boga Guðmundssyni falið „að vinna að söfnun loforða fyrir lýsis- gjöfum" á fundi ráðsins 10. des. 1952. Um áramótin síðustu virðist Bogi hafa safnað loforðum fyrir 15 tunnum af meðalalýsi, því að 2. janúar 1953 sækir hann f. h. stúdentaráðs um útflutningsleyfi fyr- ir þessu lýsismagni, og sama dag sækir hann einnig til Eimskipa- félags íslands h.f. um eftirgjöf á farmgjaldi á lýsinu „til megin- landsins, eftir nánara samkomulagi“. Viðskiptamálaráðuneytið veitti útflutningsleyfið og Eimskip eftirgjöf á farmgjaldinu. Eins og áður er tekið fram, var rætt um flutning á lýsinu á stúd- entaráðsfundi hinn 25. febrúar og þar samþykkt tillaga þess efnis, að fela utanríkisritara ráðsins að leita til S. Þ. um fyrirgreiðslu varð-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.