Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Blaðsíða 82
89
Þegar Ágúst H. Bjarnason hóf háskólanám í heimspeki er-
lendis fyrir síðustu aldamót, var menning þjóðarinnar stórum
fábrotnari en nú. Hún rann að mestu í hefðbundnum farvegi
fyrri alda. Naumast var hér starfssvið fyrir aðra menntamenn
en presta, lögfræðinga, lækna og nokkra kennara. En smám
saman lögðu stórhuga íslenzkir námsmenn stund á æ fleiri fræði-
greinir, þótt þess væri lítil von, að heimalandið gæti boðið þeim
viðunanleg starfsskilyrði. Ágúst var einn þeirra áræðnu manna,
sem lét hvorki vanafestu, úrtölur eldri kynslóðarinnar né dap-
urlegar horfur um starfsskilyrði og efnalega afkomu aftra sér
frá að leggja á nýjar brautir.
Á þeim árum, sem Ágúst H. Bjarnason var við nám í Kaup-
mannahöfn, var danskt menntalif í miklum blóma. Þá stóð
mestur ljómi af Brandes, og aðalkennari Ágústs og vildarvin-
ur, Harald Höffding, var heimsfrægur maður af ritum sínum
um heimspeki og sálfræði. Sennilega hefur aldrei, hvorki fyrr
né síðar, verið álitlegra að nema heimspeki við Hafnarháskóla
en einmitt þá. Þó lét Ágúst sér ekki nægja þá menntun, er
hann hlaut þar, heldur stundaði framhaldsnám um þriggja ára
skeið við beztu háskóla í Þýzkalandi og víðar. Sjálfsagt hefði
hann átt kost þess, þar sem hann hafði dvalizt langvistum í
Danmörku og átti að baki sér glæsilegan námsferil, að ílend-
ast þar við betri kjör en hér til fræðiiðkana. En sem betur fór,
dró hin ramma taug hann heim til föðurtúna. Um fimm ára
skeið var hann við kennslustörf í Reykjavik, en stundaði jafn-
framt fræði sín af miklu kappi og ritaði m. a. á þessum árum
doktorsritgerð um fjölhæfan og merkan frakkneskan heim-
speking, Guyau að nafni, og varði hana við Hafnarháskóla
1911, sama árið og hann varð prófessor í heimspeki við hinn
nýstofnaða Háskóla Islands. Átti hann því hlut að því að marka
í upphafi stefnu og verksvið þessarar ungu stofnunar, og efldi
hann síðan veg hennar með kennslu sinni og vísindastörfum.
Starf Ágústs H. Bjarnasonar sem háskólakennara var tví-
þætt: annars vegar kennsla og persónuleg áhrif á stúdentana,
en hins vegar vísindalegar rannsóknir og áhrif þau, sem hann
hefur haft með ritum sinum. Um fyrra atriðið mun ég vera