Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Blaðsíða 85
83
Iðunn í höndum hans eitt bezta og fjölbreyttasta tímarit lands-
manna og sameinaði í fátíðum mæli þá tvo meginkosti: að vera
í senn fróðlegt og skemmtilegt. Ágúst hafði hið mesta yndi af
skáldskap og unni fögrum listum. Kemur það ekki svo mjög
fram í þókum hans, en Iðunn ber þessu hugðarefni hans órækt
vitni. Síðar var hann i ritstjórn tímaritsins Vöku (1927—29)
og birti þar athyglisverðar ritgerðir.
Af þessum dæmum má marka fjölhæfni Ágústs, hin víðfeðmu
áhugamál hans og hina miklu atorku hans. Er hér þó sem
vænta má margt ótalið, þæði að því er tekur til ritferlis hans
og annarra starfa. Um nær hálfrar aldar skeið var hann einn
atkvæðamesti andlegur forystumaður þjóðar sinnar.
Ágúst H. Bjarnason var fyrirmannlegur í sjón og öllum hátt-
um, alúðlega gestrisinn og höfðingi heim að sækja. Hann var
maður eðlilega hófsamur, hversdagslega nokkuð fálátur, en
hrókur alls fagnaðar á gleðistundum. Hann hafði þægilegt við-
mót, en hélt hreinskilnislega og einarðlega á skoðunum sínum.
Hann lagði alúð við hvert verk, smátt og stórt, sem hann tókst
á hendur, og leitaðist við að gera það, sem sannfæring hans
bauð honum. Hann var frábær lærdómsmaður, víðsýnn og var-
færinn í skoðunum, jafnan reiðubúinn til að breyta þeim í sam-
ræmi við aukna þekkingu, og barðist af einbeittni gegn allri
hjátrú og hindurvitnum. Hann var grandvar í líferni sínu,
drengskaparmaður hinn mesti, ráðhollur og tillögugóður. Hann
var hinn umhyggjusamasti heimilisfaðir og unni heitt konu sinni
og börnum og bar hag allrar fjölskyldu sinnar mjög fyrir brjósti.
Um flesta hluti var hann gæfumaður: Hann var kvæntur hinni
ágætustu konu, sem sakir hæfileika sinna og menntunar studdi
hann í starfi hans og bjó honum aðlaðandi heimili. Hann átti
mörg börn, öll vel gefin og vel gerð, sem nú eru fulltíða og vel
metnir borgarar. Hann naut mikilla vinsælda með þjóð sinni
sem skólamaður og rithöfundur, og allir, sem kynntust honum,
báru traust til hans og mátu hann mikils, ekki einungis sakir
hæfileika hans og þekkingar, heldur einnig og ekki síður sakir
mannkosta hans. Loks tel ég honum það til gæfu, að ellin varð
honum ekki köld, þar sem hann naut ástúðlegrar umhyggju