Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Blaðsíða 62
60
Laga- og IiagfræSisdeiIdin.
I. Síðari hluti embcettisprófs í lögfræði.
1 lok fyrra misseris luku 9 kandídatar embættisprófi í lög-
fræði.
Skriflega prófið fór fram 7., 9., 12. og 14. janúar.
Verkefni voru þessi:
I. 1 kröfu- og hlutarétti: Hvaða mótbárum gegn gildi kröfu
samkvæmt viðskiptabréfi glatar skuldarinn, er bréfið er
framselt grandlausum þriðja manni?
II. 1 refsirétti:
1. Skýrið 247. gr. almennra hegningarlaga.
2. í nóv. s.l. kom hingað til lands mikil vörusending til heild-
verzlunarinnar „Rúnu“. Er forráðamenn „Rúnu“ gengu eftir vör-
unum hjá tollyfirvöldunum, kom í ljós, að ýmis skilríki skorti fyr-
ir vörunum. Komu tollyfirvöld vörunum því í geymslu, og var Þrándi
Ásgrímssyni, starfsmanni tollskrifstofunnar, falið að gæta varnings-
ins. Þrándur hafði þann starfa að afhenda tollvarning, en sýslaði
hvorki um tollgæzlu né afgreiðslu á tollskjölum. í ráðningarbréfi
var hann nefndur aðstoðarmaður á tollskrifstofu.
Forstjóri greindrar heildverzlunar, Stígur Stígsson, kom að máli
við Þránd 30. nóv. s.l. og bauð honum 5000 krónur fyrir að afhenda
sér vörurnar. Færið háttsemi þeirra, er sekir kunna að vera í eftir-
farandi tilvikum, til refsiákvæða og gerið þeim viðurlög:
A. Þrándur hafnaði fénu og neitaði að afhenda vörurnar.
B. Þrándur tók við fénu og afhenti Stíg vörurnar. Upp kom, að
Stígur hafði rætt vandræði sín í sambandi við vörusendinguna við
Kára Kárason. Eggjaði Kári Stíg á að fara þá leið, sem hér er lýst,
og lét hann hafa 3000 krónur í þessu skyni. Ennfremur var leitt í
ljós, að Skjöldur Skjaldarson kaupmaður keypti um það bil helm-
inginn af vamingnum af Stígi, og vissi hann þó, hvernig í málinu lá.
Engum framangreindra manna hefur verið refsað. Þeir eru allir
um það bil 25 ára gamlir.
III. I réttarfari: Gerið grein fyrir lagaákvæðum um varnar-
þing í opinberum málum.
IV. Raunhæft verkefni:
Sumarið 1950 var Jón nokkur Jónsson, 19 ára gamall, gæzlumaður
mæðiveikisgirðingar uppi á öræfum. Hann var löngum einn og fannst