Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Blaðsíða 63
61
tíminn langur. Sér til dægrastyttingar fór hann að grafa sér byrgi
í melbarði nokkru, enda virtust honum þar einhver verksummerki,
m. a. lá þar krossstaur og annar góðan spöl frá.
Jón hafði ekki grafið lengi, er hann kom niður á kassa, og reynd-
ust þeir síðar vera fimm. Jón fór dult með fund sinn, en athugaði,
eftir því sem færi gafst, hvað í kössunum var. Reyndist það vera
ýmis niðursoðin matvæli, fatnaður, ferðaútbúnaður og tæki og lítið
eitt af vopnum. Síðar kom fram, að allt þetta var af þýzkri gerð,
en annars varð aldrei sannað, hvemig munir þessir voru komnir
á þennan stað.
Um haustið kom Jón dóti þessu til Reykjavíkur og seldi nokkuð
af því smám saman hinum og þessum. Þegar málið var síðar tekið
til rannsóknar, tókst ekki að finna nema fáa kaupendanna. Einn
þeirra var Davíð Davíðsson fornsali, er keypt hafði matvæli fyrir
kr. 1000,00. Var hann talinn hafa verið í góðri trú, enda höfðu þeir
Jón ýmislegt braskað, án þess að út af bæri.
Eina yfirhöfn seldi Jón Sigurði nokkrum Sigurðssyni fyrir 650 kr.,
en fjórar Bjarna Bjamasyni kaupmanni fyrir samtals kr. 2000,00.
Eftir því, sem næst varð komizt, mátti ætla, að verðmæti þess,
sem Jón fann, hafi numið 12 000,00, að frádregnum kostnaði, en
að Jón hafi fengið kr. 8 000,00 fyrir það.
Davíð Davíðsson skuldaði Helga nokkrum Helgasyni dómkröfu að
upphæð kr. 3 000,00. Við f jámám, er Helgi lét gera fyrir kröfunni,
vísaði Davíð á matvælin, sem hann hafði fengið frá Jóni, og var
fjámám gert í þeim. Helgi var viðskiptavinur Bjarna kaupmanns,
er áður getur, og hafði keypt eina yfirhöfnina frá Jóni í búð Bjama,
en hinar vom óseldar, er farið var að rannsaka málið. Sigurður átti
og sína yfirhöfn þá.
1 ársbyrjun 1951 var Jón í fjárhagsvandræðum. Hann bjó þá hjá
frænda sínum Áma Árnasyni. Ámi átti víxil samþykktan af Davíð
Davíðssyni, en útgefinn af Karli nokkrum Karlssyni. Af vangá hafði
Karl ekki framselt víxilinn. Varð nú Jóni það á að taka víxilinn úr
ólæstu skrifborði Áma, rita nafn Karls aftan á og selja hann Daníel
nokkmm Daníelssyni, og var hann í góðri trú.
Er Daníel krafðist greiðslu samkvæmt víxlinum, neituðu þeir Davíð
og Karl að greiða, og höfðaði Daníel þá víxilmál gegn þeim. Jafn-
framt kærði Ámi Jón fyrir meðferðina á víxlinum. Við þá rann-
sókn kom fram atferli Jóns í sambandi við varninginn og fund hans,
og var sakamál höfðað gegn Jóni. Hið opinbera — ríkið — taldi og,
að það ætti tilkall til þeirra muna, er Jón hafði fundið, og vildi
heimta það af þeim, sem finnanlegt var, en fá bætur hjá Jóni að
öðru leyti.