Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Blaðsíða 114
112
B-listi, listi félags frjálslyndra stúdenta, hlaut 69 atkvæði og 1
mann kjörinn, Einar Sverrisson stud. oecon.
C-listi, listi félags róttækra stúdenta, hlaut 130 atkvæði og tvo
menn kjörna, Boga Guðmundsson stud. oecon. og Friðrik Sveinsson
stud. med.
D-listi, listi Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, hlaut 301 at-
kvæði og 5 menn kjörna, Braga Sigurðsson stud. jur., Frosta Sigur-
jónsson stud. med., Boga Ingimarsson stud. jur., Emil Als stud. med.
og Matthías Johannessen stud. mag.
í stjórn ráðsins voru kosnir og skiptu þannig með sér verkum:
Bragi Sigurðsson formaður, Bogi Ingimarsson féhirðir og Friðrik
Sveinsson ritari.
Á fundi, sem haldinn var í ráðinu 4. des. 1952 sagði Bragi Sig-
urðsson af sér formennsku að eigin ósk vegna innbyrðis deilna Vöku-
manna í stúdentaráði um mál dr. Gunnlaugs Þórðarsonar, sem mjög
kom við sögu 1. des.-hátíðahaldanna, eins og kunnugt er. — Var
þá kjörin ný stjórn: Matthías Johannessen formaður, Bogi Ingimars-
son gjaldkeri, Einar Sverrisson ritari.
Fulltrúar allra félaga nema róttækra studdu hina nýju stjórn og
hefur svo verið æ síðan.
Ekki hafa ráðsmenn setið alla fundi og hafa varamenn þeirra
hlaupið í skarðið.
Fundir. Fundir í ráðinu voru alls haldnir 36, lengst af í hverri
viku, og aukafundir, þegar með þurfti. Yfir sumartímann voru flest-
ir ráðsmenn þó utanbæjar og engir fundir haldnir á þeim tíma.
Einnig má geta þess, að stúdentaráð sat fund háskólaráðs nokkru
efitr að ráðið tók til starfa, og var þar rætt um háskólafrumvarp-
ið svo nefnda. Voru þar skýrð sjónarmið stúdenta á máli þessu
og urðu endalok þau, að stúdentaráði var falið að leita tillagna
hinna ýmsu deilda um breytingar þær á kennslufyrirkomulagi, sem
þær æsktu. — Hafa tillögur deildarfélaganna verið sendar háskóla-
rektor til athugunar, en ekkert hefur spurzt til Háskólafrumvarps-
ins síðan það dagaði uppi á þingi.
Þá er þess og að geta, að stúdentaráð hefur setið fundi lána-
sjóðsstjórnar og byggingamefndar Félagsheimilisins.
Almennir stúdentafundir. Almennir stúdentafundir voru haldnir
tveir á starfsárinu, um íþróttaskylduna og stofnun íslenzks hers,
eins og það var orðað. Gekkst stúdentaráð fyrir hinum fyrr nefnda,
en til hins var boðað að ósk nokkurra háskólaborgara.
1) Fundurinn um íþróttaskylduna var haldinn í 1. kennslustofu
Háskólans 13. febr. 1953. Fundarstjóri var formaður stúdentaráðs,
en ritari Sveinn Skorri Höskuldsson stud. mag. Frummælendur