Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Blaðsíða 66
64
Kveðið á um ákæru gegn Jóni og úrslit þess máls, svo og víxil-
málsins. Látið ennfremur uppi álit um réttarstöðuna að öðru leyti,
að því er snertir framangreind sakarefni.
1 lok síðara misseris luku 9 kandídatar embættisprófi í lög-
fræði.
Skriflega prófið fór fram 2., 4., 6. og 8. maí.
Verkefni voru þessi:
I. 1 lci'öfu- og hlutarétti: Lýsið reglunum um riftun gagn-
kvæmra samninga.
II. I refsirétti:
1. Skýrið æruhugtak almennra hegningarlaga og lýsið því, hversu
greint sé milli móðgana og aðdróttana.
2. A reit fæðingarvottorð í nafni S, sóknarprests í N-prestakalli,
og bjó til stimpilmerki, er hann festi á það. Líktust vottorðið og
merkið að útliti því, sem títt er um slík gögn. Vottorð þetta tjáðist
vera „samhljóða ministerialbók N-prestakalls“, og laut það að A.
Var hann sagður þar fæddur lö.apríl 1932, en er raunverulega fædd-
ur sama dag 1934. Fór A með vottorðið til embættismanns þess,
sem fer með notarialvald í N-kaupstað, og bað hann um staðfest
endurrit af vottorðinu. Féllst notarius á þau tilmæli A. A og ung-
frú B sneru sér 16. apríl s.l. til bæjarfógetans í S-kaupstað og beidd-
ust hjónavígslu. Lagði A m. a. staðfest endurrit af fæðingarvott-
orðinu fyrir bæjarfógetann. Bæjarfógetann grunaði, að A væri ekki
jafn gamall og í vottorðinu greindi, og frestaði því hjónavígslunni.
Við eftirgrennslan gekkst A viðstöðulaust við framangreindri hátt-
semi. Ungfrú B kvaðst hafa vitað, hver aðdragandi var að útvegun
endurritsins, er A lagði fyrir bæjarfógetann, en hún neitaði þeim
áburði A, að hún hefði bent honum á að fara þessa leið.
Ungfrú B er 18 ára. Hvorugt þeirra A og B hefur sætt refsingu.
Verða þeim gerð viðurlög, eins og á stendur, og hversu? Hverjum
viðurlögum yrði bæjarfógetinn beittur, ef hann hefði gefið þau A
og ungfrú B saman í hjúskap og vitað, hvernig á vottorðinu stóð,
og verið kunnugt um raunverulegan aldur A?
III. I réttarfari: Gerðardómar.
IV. Raunhæft verkefni:
Þegar þeir félagar, Vilhjálmur Jónsson og Sigfús Guðmundsson,
voru í sumarleyfi sl. sumar, fengu þeir leigða þrjá hesta hjá Gunn-
ari Sigurðssyni bónda. Samningar um leiguna voru ekki aðrir en