Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Page 119

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1953, Page 119
117 „loforð skipafélaga um frían flutning á því“. Hins vegar óskaði hann eftir, að stúdentaráð greiddi útflutningsgjald, sem ekki fengist eftir- gjöf á. Var það samþykkt. „Nokkrar umræður urðu um málið, eink- um um merkingar á tunnunum og gengu formaður o. fl. fulltrúar ríkt eftir því, að það kæmi greinilega í ljós, hver væri raunveruleg- ur gefandi lýsisins. Bogi kvað ekkert að óttast í því efni.“ Næst kom málið fyrir fund hinn 25. febrúar. Þá óskaði Bogi eftir, að stúdentaráð greiddi kr. 6—700 í flutningskostnað á lýsinu til Gdynia. Spurzt var fyrir um það, hvers vegna lýsið færi til þeirrar borgar. Bogi upplýsti, að velja hefði mátt um nokkrar borgir á meg- inlandinu, t. d. Gdynia og Hamborg. Óbeint kemur það fram í fund- argjörðinni, að Bogi hefur upplýst, að alþjóðahjálparstofnun stúd- enta í Prag (International Student Relief, skammstafað: I. S. R.) muni annast flutning á lýsinu frá Kaupmannahöfn til Indlands. Hér vil ég strax benda á, að tillaga Boga um flutning á lýsinu til Ev- rópuhafnar virðist ekki á þessu stigi vera fullmótuð, sbr. í upphafi umræður um Gdynia, en síðar Kaupmannahöfn. Þá er tillagan um greiðslu stúdentaráðs á farmgjaldi frá Reykjavík til Evrópuhafnar undarleg, þar sem Eimskip hafi þá þegar lofað flutningi á lýsinu án endurgjalds, sbr. síðar. Á þessum stúdentaráðsfundi tók formað- ur það skýrt fram, að I. S. R. hefði ekki átt að koma nálægt þess- ari sendingu. Bogi segir hins vegar, „að samþykkt hefði verið í ráð- inu, að sú stofnun annaðist flutning á lýsinu". Ennfremur segir hann, „að sér hefði verið falið að sjá um ráðstöfun og sendingu lýs- isins“. Á fundi þessum flutti formaður tillögu þess efnis, að utan- ríkismálaritari ráðsins (Emil Als) yrði falið að leita til Sameinuðu þjóðanna eða „íslenzka ráðuneytisins“ varðandi flutning lýsins. Var tillaga þessi samþykkt. Mánudaginn 23. marz kl. 18.25 boðaði formaður fund í stúdenta- ráði eingöngu um þetta mál. Tilefni fundarins var það, að í hádegis- dagskrá Ríkisútvarpsins þennan dag hafði birzt frétt þess efnis, að indverskir stúdentar hefðu leitað til stúdentaráðs með beiðni um lýsisgjafir. Stúdentaráð hefði orðið við þessari ósk og sent þeim 15 tunnur af meðalalýsi, sem nú væri á leiðinni til Indlands fyrir milligöngu alþjóðahjálparstofnunar stúdenta, er hefur aðsetur í Prag. Formaður hafði aflað upplýsinga á fréttastofu útvarpsins um heim- ildina fyrir framangreindri frétt, en hún hafði borizt fréttastofunni á bréfsefni stúdentaráðs, en var óundirrituð. Á fundinum játaði Bogi Guðmundsson að hafa sent útvarpinu fréttina. Formaður lagði fram á fundinum tillögu, þar sem Bogi var átal- inn fyrir að senda útvarpinu fréttir í nafni stúdentaráðs án heim- ildar og ennfremur fyrir það, að lýsið skyldi sent á vegum I. S.R.,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.