Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1959, Page 9

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1959, Page 9
7 lög og hagkvæm starfsskrá er hverri stofnun harla mikilsverð. Reyndar má kalla, að enn sé lítil raun á það komin, hversu hér hafi til tekizt. En mér þykir við eiga við þetta tækifæri að þakka öllum þeim, sem með ráðum og dáð hafa að því starfað, að háskóli vor fengi lög og reglugerð við sitt hæfi, svo sem nú er komið högum hans. Vil ég hér til nefna hæstvirtan mennta- málaráðherra, Gylfa Þ. Gíslason, sem jafnan hefir reynzt há- skólanum góður stuðningsmaður og glöggsýnn á þarfir hans. Enn fremur þakka ég laganefnd háskólans, þeim háskólapró- fessorunum Ármanni Snævarr, Steingrími J. Þorsteinssyni, Birni Magnússyni, Jóni Steffensen og Finnboga R. Þorvaldssyni, fyrir mikið og gott verk. Þá ber hér og að nefna dr. Benjamín Ei- ríksson, stjórnskipaðan formann laganefndar, skrifstofustjóra menntamálaráðuneytisins Birgi Thorlacius og Knút Hallsson fulltrúa, sem lögðu hér mikla vinnu af mörkum- Ýmislegt mætti hér ræða um lögin og hina nýju reglugerð, en ég verð að sleppa því að mestu, því að það yrði hæglega of langt mál. Ég vil aðeins geta þess, að samkvæmt nýju háskóla- lögunum tók fulltrúi stúdentaráðsins sæti í háskólaráði hinn 1. nóv. í fyrra. Þessi nýbreytni, að veita stúdentum kost á því að fylgjast með meðferð mála í háskólaráði, þeirra er stúdent- ana varða almennt, hefir gefizt vel það sem af er, enda hefir svipuð raun á orðið annars staðar, þar sem þessi skipan hefir verið upp tekin. Er ætlun mín, að svo verði einnig um þátttöku stúdenta í fundum háskóladeilda, sem koma mun til fram- kvæmda á næstunni. Síðan háskólinn fékk umráð yfir Sáttmálasjóði, hefir þessi sjóður árlega lagt fram nokkurt fé til utanfara háskólakennara og kandídata. Það fé, sem þannig fékkst, hefir löngum verið af skomum skammti, og þótt tekjur Sáttmálasjóðs hafi vaxið verulega að krónutali vegna ágóða af rekstri Tjarnarbíós, hefir bæði vaxandi dýrtíð og sérstaklega auknar þarfir bókasafns háskólans og orðabókarinnar unnið þetta upp og raunar miklu meira en það. Orðabókin er nú þegar á þessu ári í fjárþröng, sem hamlar framgangi hennar tilfinnanlega, ef ekki fæst bót á ráðin, og verður óhjákvæmilegt að auka tekjur hennar veru-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.