Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1959, Page 14

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1959, Page 14
12 háskólans, til þess að sæma prófessor Ólaf Lárusson nafnbót- inni dr. juris honoris causa. Forseti lagadeildar, prófessor Ólafur Jóhannesson, mun nú lesa upp greinargerð lagadeildarinnar fyrir þessari ákvörðun. } Prófessor Ólafur Jóhannesson tekur nú til máls. í tilefni af fimmtíu ára lagakennslu hér á landi hefir laga- og viðskiptadeild háskólans samþykkt í einu hljóði að sæma fyrrverandi prófessor Ólaf Lárusson nafnbótinni doctor juris honoris causa. Prófessor Ólafur Lárusson hefir verið tengdur lagakennslu lengst af frá því að lagaskólinn tók til starfa fyrir fimmtiu árum, fyrst sem nemandi og síðar sem kennari. Hefir prófessor Ólafur verið kennari við lagadeildina lengur en nokk- ur annar eða um nær fjóra áratugi samtals. Hefir hann á þeim tíma brautskráð fleiri lögfræðinga en nokkur annar lagapró- fessor við Háskóla Islands og er kennari langflestra þeirra lög- fræðinga, sem nú eru starfandi hér á landi. Kennslustörf sín rækti prófessor Ólafur jafnan af alúð og kostgæfni og er kennsla hans rómuð af nemendum hans. En íslenzkir lögfræðingar eiga honum eigi aðeins þökk að gjalda fyrir kennslustörf heldur og einnig fyrir margvísleg ritstörf hans. Hefir prófessor Ólafur samið margar kennslubækur og önnur rit um lögfræðileg efni, einkanlega um fjármunarétt og réttarsögu. Höfuðrit hans í fjármunarétti eru Eignarréttur, Kaflar úr kröfurétti, Víxlar og tékkar og Sjóréttur. Um réttar- sögu hefir prófessor Ólafur ritað tvær bækur, Yfirlit um íslenzka réttarsögu og ritið Grágás og lögbækurnar. Hafa sum þessara rita verið gefin út oftar en einu sinni. Auk þessa hefir prófessor Ólafur ritað fjölmargar ritgerðir um afmörkuð efni á sviði fjár- munaréttar og réttarsögu, er birzt hafa í innlendum og erlend- um tímaritum- Enn fremur hefir hann séð um útgáfu hinna fornu lögbóka og lagasafnsins. öll ritverk prófessors Ólafs Lár- ussonar einkennast af vísindalegri nákvæmni og einstakri vand- virkni. Mun það sammæli allra, er til þekkja, að rit prófessors Ólafs séu meðal hins merkasta, sem ritað hefir verið um islenzk lögvísindi, bæði fyrr og síðar. A
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.