Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1959, Síða 15

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1959, Síða 15
13 Af störfum prófessors Ólafs Lárussonar utan kennslu og rit- starfa má geta þess, að hann hefir oft og lengi gegnt varadóm- arastörfum í Hæstarétti. Enn fremur hefir hann samið ýmis merk lagafrumvorp eða verið með í ráðum um samningu þeirra. Fyrir utan lögfræðistörf sín er prófessor Ólafur víðkunnur fyrir rannsóknir sínar og ritstörf um íslenzk fræði, einkanlega um íslenzka byggðasögu, og hefir hann hlotið fyrir þau mikla við- urkenningu af hálfu heimspekideildar Háskóla Islands. Með kennslu sinni, lögfræðiritum og margvíslegum öðrum lögfræðistörfum hefir prófessor Ólafur Lárusson unnið íslenzkri lögfræði ómetanlegt gagn. Hefir hann með þeim, öðrum mönn- um fremur, mótað réttarhugmyndir íslenzkra lögfræðinga sið- ustu áratugina og haft heillarík áhrif á réttarþróun í landinu. Laga- og viðskiptadeild vill sýna honum virðingu sína og þökk fyrir hið mikla og ágæta starf, sem hann hefir af hendi leyst, með því að veita honum þann heiður, sem hún ræður yfir mestum. Samkvæmt ályktun laga- og viðskiptadeildar, sem háskóla- ráðið hefir samþykkt, lýsi ég prófessor Ólaf Lárusson réttilega kjörinn doctor juris honoris causa með þeim réttindum, sem þeirri nafnbót fylgja. Qvod felix faustumque sit. Ég sný máli mínu til ykkar, nýstúdentar. En innan stundar mun ég afhenda ykkur háskólaborgarabréf ykkar, svo sem venja er til. Þar með er staðfestur sáttmáli milli ykkar og háskólans á þann veg, að þið takið við þeim réttindum, sem háskólinn og háskólanámið veitir, en gangist hins vegar undir þær reglur og lög, sem hér heyra til. Þetta er einföld athöfn en eigi að síður þýðingarmikil. Héðan af, meðan þið dveljist hér, á háskól- inn nokkuð af sæmd sinni undir trúnaði ykkar. Og minnist þess, að um leið og þið gerið veg skólans mikinn, haldið uppi heiðri hans í öllum greinum, vex ykkar eigin sæmd að sama hófi. Hér mui'uð þið eyða nokkrum árum, sem verða ykkar beztu þroskaár, ef allt fer með felldu, ár sem þið eigið eftir að minn- ast með viðkvæmni, gleði og stolti síðar á ævinni, ár náms og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.