Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1959, Síða 16

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1959, Síða 16
14 starfs í hópi kærra félaga og vina, sem ekki gleymast, þótt leiðir skilji og ár líði. Við sem eldri erum höfum ekki heldur gleymt okkar stúdentsárum og nú rifjast þau upp enn einu sinni- Þess vegna verða kveðjurnar hlýrri og árnaðaróskirnar, sem ykkur mæta hér. Ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin. Sumarið, sem við kvöddum í gær, er enn of nálægt okkur til þess að við getum fyllilega glöggvað okkur á því, hversu það hafi í rauninni við okkur skilizt, þegar gera skal upp reikninginn um tap og gróða, illt og gott, sem það færði okkur. Eitt er víst. Þetta sumar hefir orðið ykkur örlagarikt, væntan- lega örlagaríkasta sumarið á ykkar ævi fram til þessa. Á þessu sumri, við sól þess og hregg, hafið þið glímt við mikið vanda- mál. Þið hafið orðið að taka ákvörðun um það, hvers konar nám þið ættuð að taka ykkur fyrir hendur nú í haust. Þar með er líka úr því skorið um ykkur langflest, hvers konar starf bíði ykkar í framtíðinni, að loknu háskólanámi. Menn tala oft um æskuglöð stúdentsárin og gleyma því í svipinn, að þessu ævi- skeiði fylgir líka þung ábyrgð. Hér verða krossgötur svo að segja við hvert fótmál. Nú hafið þið farið fram hjá einum þeirra, vafalaust að vel athuguðu máli, en að líkindum ekki án nokkurs uggs og kvíða, sum ykkar a. m. k. Það er örðug raun að eiga margra kosta völ og velja einn. En í því er samt hið margrómaða frelsi mannsins fólgið. Það er von mín, að ykkur hafi auðnazt að kjósa ykkur viðfangsefni við hæfi. Þá er leið ykkar hingað góðu heilli gerð. Þá hefir þetta misgóða sumar reynzt ykkur hagstætt og þið getið örugglega fagnað nýjum vetri. Já, sumarið er liðið og framundan er annasamur vetur og svo hver árstíð af annarri, framtíðin sjálf, óræð og öllum hulin- Um hana verður engu spáð. Mér er auðvitað hulið, hvernig þið, hvert og eitt, lítið á framtíðina, hvers þið væntið af henni. Ég held samt ég fari nærri um það. Ég held að það sé nokkuð algild regla, að æskan, heilbrigð og óspillt, líti alltaf björtum augum á ófarinn veg og vænti góðs af hinum ókomna tíma. Þar er hennar verksvið, hennar tímaskeið, og hún finnur áreiðaniega hjá sér kjark og krafta til þess að sigra hverja raun, koma miklum afrekum til leiðar. Þegar þeir, sem aldraðir J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.