Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1959, Side 20
18
verið skipaður biskup íslands. Embættið var auglýst laust til
umsóknar hinn 18. apríl. Umsækjendur um embættið voru
þessir: Sira Jakób Jónsson, síra Jóhann Hannesson, þjóðgarðs-
vörður, og síra Þorgrímur Sigurðsson, Staðastað. 1 nefnd til að
dæma um hæfi umsækjenda voru prófessor Björn Magnússon,
er guðfræðideild nefndi, og var hann formaður, biskup Sigur-
bjöm Einarsson, af hálfu háskólaráðs, og síra Bjarni Jónsson,
vígslubiskup, tilnefndur af menntamálaráðherra. Síra Jóhann
Hannesson var skipaður prófessor 24. júlí 1959 frá 1. ágúst 1959
að telja.
Ný embætti.
Háskólaráð féllst á frumvarp til laga um breyting á háskóla-
lögum nr. 60/1957, er menntamálaráðherra hafði samið, en í
því fólst að stofna skuli prófessorsembætti i geð- og tauga-
sjúkdómafræði við háskólann. Frumvarpið, sem flutt var sem
stjórnarfrumvarp, náði fram að ganga, sbr. lög nr. 51/1960.
Prófessor, dr. phil. Sigurður Nordal, sem haft hefir lausn
undan kennsluskyldu undanfarin ár, þar sem hann hefir gegnt
sendiherraembætti í Kaupmannahöfn, tók aftur við embætti
sínu.
Prófessor dr. phil. Alexander Jóhannessyni var veitt lausn
frá embætti samkvæmt ákvæðum laga um aldurshámark opin-
berra embættis- og starfsmanna. Embættið var auglýst laust
til umsóknar. Umsækjendur voru dr. Hreinn Benediktsson og
dr. Sveinn Bergsveinsson. 1 dómnefnd áttu sæti prófessor, dr.
Halldór Hálldórsson af hálfu heimspekideildar, formaður, dr.
Jákób Benediktsson af hálfu háskólaráðs og prófessor, dr. Alex-
ander Jóhannesson, tilnefndur af menntamálaráðherra. Dr.
Hreini Benediktssyni var veitt embættið 18. okt. 1958 frá 1. okt.
þ. á. að telja.
Með upphafi háskólaársins tók til starfa enskur sendikenn-
ari, Donáld M. Brander, M.A.
Levfi frá kennslu.
Prófessor Þórir Þórðarson hafði leyfi frá kennslu þetta há-